Lífið - 01.01.1936, Page 6
2
LIFIÐ
af stað í þenna leiðangur frá Mecca. Leyfið fékk
hann hjá Austur-Indía verslunarfélaginu og nauð-
synlegt fé til fararinnar, en hann var án verndar
bresku stjórnarinnar. Hann og félagar hans máttu
búast við öllu illu, jafnvel að verða strádrepnir,
en þeir létu það ekki á sig fá, enda þótt þeir vissu,
að engin myndu verða eftirmálin, þar sem enskir
,,stórpólitíkusar“ voru ekki með „í púkkinu", að
minsta kosti ekki, ef um illar afleiðingar leiðang-
ursins yrði að ræða.
Tveimur mánuðum eftir að þeir fóru frá Aden
lá leið þeirra frá þorpinu Sagharrah, sem var
spottakorn frá Harar. En þessi síðasti áfangi
þeirra var fráleitt glæsilegur. Þorpsbúar söfnuðust
í kringum þá, báðu þá innilega að snúa aftur, því
þeir væru dauðadæmdir menn, ef þeir hættu sér
nær Harar en þeir voru þegar komnir. En leið-
angurinn var orðinn of langur og of dýr til að
gefast upp, þegar takmarkið var svona stutt fram-
undan. Eftir klukkutíma reið komu þeir að fjall-
inu Kondura. Þeir fóru meðfram því, uns þeir
komu að nyrðri hæðadrögum þess. Þá tóku þeir
beina stefnu á Harar, sem var 40 enskar mílur í
burtu.
Bærinn var næstum því röst á lengd, en helm-
ingi mjórri. Kring um hann var hrörlegur múr. Á
honum voru fimm hlið. Engi var þar fallbyssa. Tré
voru á stöku stað. En þau gerðu bæinn engu vist-
legri. Strætin voru þröng og óþrifaleg. Þau lágu
upp snarbrattar brekkur og niður djúpar dældir
og skorninga; þau voru mjög stórgrýtt og var