Lífið - 01.01.1936, Page 7

Lífið - 01.01.1936, Page 7
LÍFIÐ 3 háski að ganga um þau í myrkri. Þvögur af ein- eygðum hundum sáust hér og þar. íbúðarhúsin voru tvílyft hreysi með marflötum þökum. Hurð- irnar voru líkar sverum rekabútum. Gluggarnir voru kringlótt göt — glerlaus „kýraugu“, hátt frá jörðu. Þótt Harar væri upp með sér af lærdómi sínum og þekkingu, voru engar mentandi stofnanir til, enginn stuðningur veittur til náms, engin hvatn- ing til námfúsra manna. Burton móðgaði einn hinna ,,lærðu“ manna með því að rengja, að Osmanlis sigraði Stambul á dögum Omars. Ekki bætti það til, að hann skilaði aftur bók, sem hann hafði fengið léða, innan klukkustundar. Ibúarnir, sérstakur kynflokkur, var meira að- laðandi en borgin sjálf. Ekki leit Burton þó eitt einasta fagurt andlit, að hans eigin dómi. Fólkið var ruddalegt í útliti og virtist bera vott um sið- spilt líf. Karlmennirnir voru rangeygðir, margir voru sjónlausir á öðru auganu, sem afleiðing stóru- bólu og enn aðrir voru afskræmdir af „scrofula" og ýmsum öðrum sjúkdómum. Þeir voru svo hörku- legir, að málshátturinn „hart eins og hjarta Har- ar“, virtist eiga við þá. Þeir voru brúngulir að hörundslit. Þeir voru stutthærðir. Þannig var og skegg þeirra. Þeir voru leiðinlega limaðir og hvar, sem á þá var litið, voru þeir ærið óásjálegir. Tó- baksnautn var almenn. Aðallega notuðu þeir munntóbak. Hver einn og einasti maður hafði ávalt tannstöngul í vasanum. Eigi máttu menn ganga vopnaðir á götunum. 1*

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.