Lífið - 01.01.1936, Page 9

Lífið - 01.01.1936, Page 9
LÍFIÐ 5 og hörku. Eins konar lögregla hafði strangar fyr- irskipanir að ryðja strætin af mannfólki á ákveðn- um tíma á hverju kveldi. Þeir sem fundust á göt- unni eftir þann tíma, eða sýndu mótþróa gegn lög- reglunni, voru miskunnarlaust flengdir, oft svo að meiðsli hlutust af. Soldáninn fór oft ferða sinna meðal þegnanna dulbúinn og óþekkjanlegur, og mun hann hafa tekið þann sið í arf af föður sín- um. Sá síðargreindi, í dularklæðum á einni göngu sinni, hlýddi á þrjá menn er sóttust eftir matbúri hans, konu og hásæti. Hann lét senda eftir þeim daginn eftir. Þann, sem hafði ágirnst matvæla- birgðir hans, kúgaði hann til að borða girnilegar krásir, uns hann var mettur, eins og hann frekast þoldi. Að því búnu var hann lúbarinn. Sá, sem lagði hug á konu hans, var flengdur af æðis- tryldri grimd, vegna þess að hann gat ekki gert grein fyrir afstöðu sinni, hvorki gagnvart eigin- konu sinni, né konu soldánsins. En maðurinn, er ætlaði að hrifsa kórónu og 'vald soldánsins, hlaut það hlutskifti að vera tekinn af lífi. Skotvopn ’voru að visu ekki óþekt á dögum Burtons í Harar, en afnot þeirra voru háð ströng- um takmörkunum. Talið er að soldáninn hafi átt nokkrar fallbyssur. En enginn vissi deili á, hvernig átti að nothæfa þær. Það var litið á skotvopn Burtons sjálfs í senn af skelfingu og lítilsvirðingu. Hann vann sér það álit að geta hitt það, sem hann miðaði á, frá fíl til fuglsins fljúgandi. Sumir rengdu að svo væri að óreyndu. „Hvaða gagn ætli annars sé að byssuhólknum þeim arna?“ spurðu

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.