Lífið - 01.01.1936, Page 12
8
LÍFIÐ
skeyttu því eigi. En jafnskjótt og þeir stigu fótum
yfir landamærin, var á þá ráðist af margfalt lið-
fleira flokki en þeir sjálfir voru og þeir strádrepn-
ír uns enginn var eftir á lífi.
Baráttan um Harar, í hverri, England, Frakk-
land og Ítalía áttu öll hlutdeild, endaði þó ekki
með sigri fyrir þessi stórveldi. Árið 1889 gleypti
Menelik konungur Harar og innlimaði í Abyssiníu.
Fylkið var opnað fyrir Evrópumönnum. Verslun
við þessa álfu jókst fljótt og fjöldi Evrópumanna
flyktist þangað og tók sér þar bólfestu. Árið
1891 fæddist Ras Tafari þar, núverandi Abyssiníu-
keisari, nefndur Haile Selassie I.
Framh.
(Þýtt).
Da jðinn er lækur, en lífið er sirá.
Dauðinn er lækur, en lífið er strá,
skjálfandi starir það straumfallið á.
Hálf-hrætt og hálf-fegið hlustar það til,
dynur undir bakkanum draumfagurt spil.
Varið ykkur blómstrá á bakkanum föst,
bráðum snýst sá lækur í fossandi röst.
M. J.