Lífið - 01.01.1936, Side 15

Lífið - 01.01.1936, Side 15
X,ÍFIÐ 11 geta langanir manns aldrei hlotið fullnægingu. Raunverulegt hugrekki er ávalt að gagni; það hugrekki að horfast í augu við hlutverk lífsins. Sannlega hugrakkur maður getur bæði fengist við ■venjuleg og óvenjuleg viðfangsefni. Kjarkmaðurinn skorast aldrei undan köllun vinnunnar. Vandinn samfara félagslífi og ást- hneigð verður honum ekki að fótakefli. Kjark- manninum getur skjátlast; af þeirri reynslu lærir hann, en kjarkleysinginn lærir oft ekkert af reynslunni alla sína æfi. Kjarkmaðurinn þorir að vera skeikull, kjarkleysinginn þorir það ekki. Kjarkmaðurinn er góður verkmaður. Kjarkleys- inginn liðleskja. Kjarkmaðurinn hefir fulla eigin- reynd og er því tamt að gera það sem við á í hvert sinn. Þveröfugt er þessu varið með kjarkleysingj- ann. Kjarkmaðurinn hefir markmið og lýkur því sem hann byrjar á. Kjarkleysinginn hikar ávalt svo að ekki verður neitt úr neinu. Kjarkmaðurinn öðlast traust og vináttu. Hið gagnstæða er hlut- skifti kjarkleysingjans. Mistök og örðugleikar auka kjarkmanninum afl og þrótt, en buga kjark- leysingjann. Kjarkmaðurinn er önnum kafinn — ekki yfir sjálfum sér — heldur yfir köllun sinni og tilefni líðandi stundar. Kjarkleysinginn er önn- um kafinn yfir ástandi sínu — ógæfu sinni og glötun. Áhugi hugrakks manns beinist að sér- hverju atriði mannlegs lífs eftir tilefnum. Aldrei gerir hann sig afturreka með vantraustsorðunum: ,,Hvað ætli eg geti?“ Við öll vandamál er rétta að- ferðin: meira, meira hugrekki! Mælir hvers manns

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.