Lífið - 01.01.1936, Side 22

Lífið - 01.01.1936, Side 22
18 LÍFIÐ ið. Hún var búin að lesa yfir tvö þúsund bindi af enskum og frönskum fræðibókum. Þriggja ára gömul var hún læs og skrifandi. Faðir hennar, er var hámentaður maður, fullyrðir, að hún hafi upp- haflega verið aðeins meðalgreint barn. En alls ekki meira. En hann kvaðst hafa ákveðið að reyna hvað unt væri að hraða þroska barnsins, og hefði hann því reynslu fyrir því, að mögulegt væri að láta mörg börn læra miklu hraðar og miklu meira en gert er alment. Hann kvað nauðsyn á að vekja og glæða allar gáfur manna þegar á fyrstu árum æfinnar, til þess að þeir geti notið sín til fulls. Hann kendi dóttur sinni, með svo ágætum árangri, en lét hana aldrei ganga á skóla utan heimilisins. Jafnframt námi, var hún látin vinna líkamlega vinnu. Ekkert heilsutjón beið hún af námi sínu, en gáfur hennar styrktust og efldust meira og meira. Þetta stingur í stúf við álit þeirra foreldra, er sí- felt eru með öndina í hálsinum af ótta við að börn þeirra fari of snemma að reyna að nema og það jafnvel eins síðla og á skólaskyldualdri. Þetta er því hörmulegra, sem mannlegum skilningi ætti að virðast næst liggja að nauðsyn ber til að börnin temji sér snemma að starfa með heila og höndum. Iðjuleysi er illra athafna móðir oft og tíðum, en iðjusemi auðnuvegur. Börnin eru heldur aldrei iðjulaus, né geta verið það. Að sjálfsögðu geri eg ekki ráð fyrir að börn leggi alveg leiki á hilluna, heldur að þau séu jafnframt, frá byrjun, vanin á að nota hugann til þarfrar vinnu, þ. e. lærdóms, og að farið sé líka að leitast við að kynna þeim nauð-

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.