Lífið - 01.01.1936, Side 23

Lífið - 01.01.1936, Side 23
lífið 19 syn og skemtun vinnunnar, áður en þau sýkjast af iðjuleysishneigð. Saga hljómlistarinnar, og enda fleiri lista, sýnir nauðsyn á því og glæsilegan árangur þess, að byrja leið sína á braut þekkingarinnar á allra fyrstu ár- um æfinnar. Heila runu af heimsins mestu snill- ingum tónlistarinnar mætti nefna. En þess gerist ekki þörf. Slíkt er of vel almenningi kunnugt. En hið sama á líklega við um alla fræðslu. Enda er staðfesting að fást á þessu á uppeldisstofnunum erlendis. Börnin eru líka, eins og eg hefi bent á áður, alt af að læra ilt, ef ekki gott. Til þess að unt sé að venja börnin af illum hneigðum, eða þeim hneigðum, er geta leitt þau hættulega af- vega og lagt líf þeirra í rústir, er sennilega ekkert öruggara en að æfa huga þeirra með iðkun lær- dóms og hollrar útivinnu. Hér að framan eru tilgreind tvö dæmi mannlegs lífs. Annað var um einn mesta auðnuleysingja og ógæfumann, er hugsanlega getur til verið, því hér- vist hans er — hann er ekki alveg dauður enn — fordæmingarstaður eða sannkallað helvíti. Hitt er af stúlku, er dafnaði að visku, vegna ágætrar upp- fræðslu. í báðum þessum tilfellum hafði uppeldið eiginlega almáttug áhrif — annað til algerðrar glötunar, hitt til gagns og gæfu. Lindsey, amerískur dómari, hefir í mörg ár ver- ið að kryfja til mergjar orsakir, er leiða til þess að aienn fara á unga aldri villir vegar. Hann er þess fullviss að hrösun barnanna og unglinganna stafar af vöntun á þekkingu eða áhuga foreldranna á 2*

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.