Lífið - 01.01.1936, Side 26

Lífið - 01.01.1936, Side 26
22 LÍFIÐ traðkar á. Þar sem meðalmenskan er vöggugjöf, getur þetta oft draslast stórslysalítið æfina út. En þegar börn eru gædd afburða sérgáfum, en mein- gölluð eða veil og vandi með góðan grip að fara að ýmsu leyti, eru þau í beinum voða í höndum sumra foreldra. J. B. Sannmæli. Meðaumkunin og samhygðin eru yndælust allra blóma er dafna í brjósti hins góða og göfuga manns. Án ástar er lífið kirkjugarður og hjartað gröf. Helgasta musteri undir festingu himinsins er heimilið, sem ástin hefir bygt, og helgasta altari í heiminum er arininn, þegar elskandi eiginmaður og elskandi eiginkona og yndæl börn safnast í kring um hann. Hugsjón ódauðleikans hefir verið sem flóð og fjara mannshjartans með óteljandi andvörpum ótta og vonar, er hafa skollið sem brimsog á björg- um tímans og örlaganna. Og þannig heldur það áfram að vera í hvert sinn, er ástin kyssir varir dauðans. Það eru saknaðartárin, sem glitra í regn- bogalitum vonarinnar.

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.