Lífið - 01.01.1936, Síða 29
LÍFIÐ
25
ur sætt sig við, eru enn þá fáar og vafasamar. Þ6
er ein, sem öðrum fremur virðist njóta hylli hjá
öllum þjóðum. Það er sú stefna að draga úr versl-
unarfarganinu milli þjóðanna, vinna að því, að
hver þjóð reyni að bjargast upp á eigin spýtur og
sækja sem minst til annara þjóða.
Þessi stefna er ákaflega athyglisverð fyrir okk-
ur Islendinga, sem um tugi ára höfum bygt allan
okkar þjóðarbúskap á erlendum markaði. Ef þessi
erlendi markaður þverrar eða þrýtur, þá er grund-
vellinum kipt undan búskap þjóðarinnar og fjár-
hagslegt öngþveiti blasir við. Ef svo skyldi fara,
ekki á alt að fara í kaldakol, verðum við að
finna nýjan grundvöll traustari, skapa okkur nýja
afkomumöguleika. Horfurnar á því að til þess
uiuni koma, verða skýrari með hverju ári, sem
líður.
Þær þjóðir, sem áður hafa keypt útflutningsvör-
ur okkar í hlutfalli við eftirspurn neytendanna,
fara nú að skamta okkur markaðinn. Og við meg-
um alveg vera við því búnir, að sá skamtur verði
sí og æ minni, eftir því sem árin líða. Á þennan
hátt getur meginstoðin undir þjóðarbúskap okkar,
erlendi markaðurinn, brostið á fám árum. Þetta
eitt er nóg til þess, að steypa þjóðinni í fjárhags-
logt úrræðaleysi, þótt ekki sé talin önnur ástæða,
sem verkað getur á sama hátt: að við verðum und-
lr í samkepni á erlendum markaði.
En ef þetta fer svo, að erlendur markaður fyrir
íslenskar sjávarafurðir og landbúnaðarafurðir
þverrar að miklum mun, eða þrýtur með öllu, hvað