Lífið - 01.01.1936, Side 30

Lífið - 01.01.1936, Side 30
26 LÍFIÐ tekur þá við? Hvað á að koma í staðinn? Hvaða ráð á þjóðin að taka til þess að halda við efnahags- legum skilyrðum og menningarskilyrðum? Úrlausn þessara spurninga er alveg vafalaust mesta og mikilvægasta vandamálið, sem fyrir þjóð- inni liggur nú. Enginn einn maður er fær um að svara þeim, og ekkert eitt úrræði er líklegt til að duga. Sú þraut fæst aðeins leyst með samstarfi og samráði margra manna og samstillingu margra úr- ræða. F ramleiðsluhæ t tir. Alt frá upphafi bygðar á íslandi og fram á síð- ustu öld hafa íslendingar verið hrein bændaþjóð, lifað af landbúnaði. Fiskiveiðar voru ekki annað en ígripaverk með landbúnaði, og iðnaður ekki annað en heimilisiðnaður. En á síðustu árum hefir orðið mikil og athyglisverð stefnubreyting í þess- um málum. Höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar, sem að framleiðslu lúta, eru enn ekki nema þrír: land- búnaður, fiskiveiðar og iðnaður. Hlutföllin milli þeirra hafa breyst mikið á síðustu tímum. — Sú breyting verður skiljanlegust með því að athuga hagskýrslur þjóðarinnar. í því skyni s,et eg hér samanburð nokkurra ára á skiftingu þjóðarinnar eftir þessum atvinnugreinum, sem sýnir hversu margir menn af hverju hundraði landsmanna höfðu framfæri í hverri grein: 1860 1880 1901 1920 1930 Landbúnaður 80.9 % 73.2 % 56.0 % 42.9.% 35.8 % Fiskiveiðar 9.3 % 12.0 % 21.0 % 18.9 % 21.5 % Iðnaður 1.1 % 2.1 % 5.4 % 11.3 % 14.4 % 91.3 % 87.3 % 82.4 % 73.1 % 71.7 %

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.