Lífið - 01.01.1936, Page 31

Lífið - 01.01.1936, Page 31
LÍFIÐ 27 Þessi tafla talar máli, sem ekki verður vefengt eða misskilið. Tilfærslurnar eru stefnufastar: Þeim sem atvinnu hafa af landbúnaði fer jafnt og stöð- ugt fækkandi, tiltölulega. Þeim sem hafa atvinnu af fiskiveiðum fer jafnt og stöðugt fjölgandi. Tala þeirra sem lifa af iðnaði fer hraðvaxandi á síðustu áratugum. Samanburður á ástandinu nú og fyrir 74 árum verður þó ekki nákvæmur eftir þessari töflu. Árið 1860 voru „ölmusumenn“ taldir sér, sem atvinnuflokkur (!). En það voru aðallega hrepps- ómagar (5.5%). Vitanlega hafa þeir að mestum hluta lifað í brauði landbúnaðarins. Hlutfallstala landbúnaðarins þá hefir því verið sem næst 86.0%. Á hinn bóginn er alveg víst, að hlutfallstölurnar eru orðnar aðrar nú, en 1930, þegar síðustu hag- skýrslur um þetta eru gerðar. Síðan hefir tala iðn- aðarmanna hækkað. Er nú varla lægri en 16.0%. Sennilega er hlutfallstala landbúnaðarins eitthvað lægri nú, segjum 34.0%. Fyrir 70 árum voru ísl. svo að segja hrein land- búnaðarþjóð. Nú lifir aðeins þriðjungur þjóðarinn- ar af landbúnaði, en talsvert fleiri (um 38%) af fiskiveiðum og iðnaði. Niðurstöðutölur töflunnar sýna einnig að þeim fer altaf fjölgandi, hlutfallslega, sem lifa af öðru en framleiðslu (verslun, samgöngum, kenslu o. fl.), 3.6% 1860, en 28.3% 1930. Framleiðslugildi. Þegar íslendingar tóku að stunda fiskiveiðar á stórum skipum, í því skyni að selja framleiðsluna

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.