Lífið - 01.01.1936, Side 32

Lífið - 01.01.1936, Side 32
28 LÍFIÐ á erlejidum markaði, sveigði þjóðin frá aldagam- alli búskaparstefnu, þeirri að framleiða lítið meira en til eigin notkunar. Þessi stefnubreyting var tví- mælalaust heillavænleg fyrir þjóðina. Það sýndi siff í verkinu. Með stórútgerðinni færist nýtt líf í þjóð- ina. Efnahagur einstaklinganna batnar, þjóðararð- urinn vex, framkvænidagetan eykst á öllum svið- um. Menn rísa upp úr aldalangri örbyrgð og nið- urlægingu eins og af þungum svefni. Þeir rjetta sig úr kútnum, teygja úr limunum, finna blóðrásina örfast. Þeir sjá hagkvæm tækifæri og framfara- möguleika hvert sem litið er. Djörfung og sjálfs- traust magnast við hvert átak — vegna þess að á- tökin bera æskilegan árangur. Hafið er vítt og djúpt — óþrjótandi gullnáma. Gamla fátæktar- tröllið dagar uppi í árroða nýrra vona. Ný og glæsi- leg sanntrú hrífur hugi mannanna: ísland er allra landa auðugast að náttúrugæðum. Ný og ákveðin búskaparstefna er hafin: Að veiða fisk — meiri og rneiri fisk — og selja hann útlend- ingum fyrir gull. Þetta var giftusamleg stefna. Sjávarútvegurinn varð sjálfbjarga atvinnuvegur, og meira en það. Hann varð aflögufær. Af gróða hans rann veruleg- ur skerfur í ríkissjóðinn, beint og óbeint, sem svo aftur kom til góðs menningarmálum þjóðarinnar á mörgum sviðum. Það gat ekki hjá því farið, að þessi stefnubreyt- ing í atvinnuháttum hefði áhrif á landbúnaðinn. Hann hélst enn um sinn óbreyttur í gamla hokur- horfinu. En fólkið flýði sveitirnar og sótti til sjáv-

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.