Lífið - 01.01.1936, Side 33

Lífið - 01.01.1936, Side 33
LÍFIÐ 29 arins. Við það versnuðu afkomuskilyrði sveitabú- skaparins. „Vinnukrafturinn“ hækkaði í verði og landbúnaðurinn gat ekki tekið á sig þá verðhækk- un, án þess að bíða hnekki. Landbúnaðinum stóð vá fyrir dyrum. Hnignun hans varð að afstýra. Sjávarútvegurinn bar góðan árangur. En þjóðin var enn ekki við því búin að leggja landbúnaðinn í rústir vegna fi§kiveiðanna. Eitthvað varð að gera honum til viðhalds eða við- reisnar. Og hvað var þá nær en það, að taka þar upp stefnu sjávarútvegsins: Að auka og bæta framleiðsluna og selja hana á erlendum markaði. Þetta var gert. Og það var viturlega gert. Lög- gjöfin fór ofan í vasa sjávarútvegsins, týndi þar upp eina miljónina eftir aðra og rétti að landbún- aðinum, til þess að gera honum kleift að koma fyrir sig nýjum framleiðsluaðferðum. Þetta bar merkilegan og glæsilegan árangur. Fólkinu fækkaði í sveitunum jafnt og þétt. En jafnhliða því tók sveitabúskapurinn framförum jafnt og þétt. Túnin eru sléttuð og stækkuð, engj- ar ræstar fram, áveitur skapa ný slægjulönd, bú- peningi fjölgar, vinnuvélar koma víða í stað hand- verkfæra, skilvindan stjakar við strokknum, girð- ingar eru gerðar um tún og haga, matjurtarækt vex, rjómabú og mjólkurvinsluverksmiðjur kom- ast á fót, kúakynið er bætt, svo meðal ársnyt kýr- innar hækkar úr 2000 lítrum upp í 2700 lítra. Og þó er enn margt ótalið. Það var aukin þekking og utanaðkomandi f jár-

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.