Lífið - 01.01.1936, Side 43
LÍFIÐ
39
ingin reist. Þá fyrst náði maðurinn yfirburðum yf-
ir dýrin, þegar honum tókst að búa sér til verk-
færi og breyta ónothæfum efnum í nothæf efni.
Þegar einhverjum manni tókst að finna ráð, nýja
aðíerð, við þetta starf, var skapaður nýr þekking-
arauki. Sú þekking barst til nánustu samtíðar-
manna hans og gekk sem arfur til næstu kynslóð-
ar, fyrir tilstyrk máls og minnis, og svo koll af
kolli, kynslóð fram af kynslóð. Á þennan hátt
hlóðst upp smátt og smátt verkþekking. Og verk-
þekking hefir verið, er og v.erður undirstaða alls
iðnaðar.
Meðan iðnþekking var á Jágu stigi voru iðnaðar-
störf höfð í hjáverkum að langmestu leyti, og einn
maður gat fengist við margar tegundir iðnstarfa.
Svo var það hér á landi alt fram undir lok síðustu
aldar, að mjög fáir menn höfðu iðnað að aðalat-
vinnu, en fjöldi manna hafði iðnað í hjáverkum.
Nú er orðin á þessu stórkostleg breyting. Iðn-
þekking hefir líklega aukist meira á síðustu 50 ár-
um en á öllum undanförnum öldum samanlögð-
um. Við aukna þekkingu hættir einstaklingurinn
að komast yfir að nema og æfa alt það, sem gera
þarf í hinum eldri iðngreinum, s,em verður til þess,
að þær klofna smátt og smátt í smærri sérgreinir,
en við það fjölgar iðngreinunum afskaplega, og
jafnframt vaxa kröfurnar um afköst iðnaðarins.
Iðnaðurinn verður nú ekki lengur hafður í hjá-
verkum, eins og áður, heldur verður fjöldi manna
að helga alt líf sitt iðnaðarstörfunum.
Nú er iðnaðurinn orðinn gildur þáttur í athafna-