Lífið - 01.01.1936, Síða 44
40
LÍFIÐ
lífi manna, og á þó eftir að verða gildari. Það er
orðið mikilsvarðandi þjóðfélagsmál, að iðnstörfin
séu vel af hendi leyst. Iðnaðarmaðurinn verður að
leggja talsvert á sig til þess að verða fær um að
fullnægja þeim kröfum, sem til hans eru gerðar.
Hann verður að læra margskonar vinnuaðferðir.
Hann verður að þekkja öll tæki og verkfæri, sem
heyra iðninni til, og kunna að beita þeim. Hann
verður að þekkja öll efni, sem unnið er úr og vita
góð skil á eiginleikum þeirra. Hann verður að læra
meira og minna í eðlisfræði, efnafræði, stærð-
fræði, teikningu og ýmsu fleiru. Ilann þarf helst
að kunna eitthvað í útlendum málum til þess að
geta hagnýtt sér erlendar iðnbókmenntir. En þó
er ónefnt það, sem mest er um vert. Hann þarf
að eyða löngum tíma til þess að ná nauðsynlegri
leikni í vinnubrögðum.
Fljótt á litið virðist svo, sem nemandi í iðnaði
geti aflað sér allra þessara iðnskilyrða hjá læri-
meistara sínum. En það hefir yfirleitt ekki orðið
svo í reyndinni, sem best má sjá á því, að allar
iðnaðarþjóðir hafa fundið þörf þess, að hafa iðn-
skóla, þar sem iðnnemendur fá ýmsa fræðslu, sem
hæpið er að þeir fengju annars hjá lærimeistur-
um. Allar menningarþjóðir hafa þann skilning á
gildi iðnfræðslunnar, að þær láta ríkið skifta sér
af þeim málum, og leggja fram fé — sumstaðar
stórfé — til iðnfræðslu.
Þegar á þetta er litið, að iðnaðarmaðurinn verð-
ur að leggja í sölurnar mikla fyrirhöfn, andlega
og líkamlega, mikinn tíma og talsvert fé, til þess