Lífið - 01.01.1936, Page 45

Lífið - 01.01.1936, Page 45
lífjð 41 að afla sér þeirra skilyrða, að geta orðið fullgild- ur iðnaðarmaður, þá segir það sig sjálft, að hann getur ekki jöfnum höndum búið sig skilyrðum ann- ara starfa. Hann hefir með þessu hafnað tækifær- um til þess að vinna sér lífvænlega aðstöðu í öðr- um atvinnugreinum. Iðnaðarmaðurinn verður að helga sig iðnaðinum, byggja afkomu sína í fram- tíðinni á þeirri iðngrein, sem hann hefir lagt fyr- ir sig. Nú er það ekki á valdi hins einstaka manns, að tryggja sér atvinnu í þeirri iðngrein, sem hann hef- ir lært, né heldur að tryggja sér lífvænlega af- komu, þótt hann vinni að iðninni. En sú trygging^ er þó afar mikilvæg, ekki aðeins fyrir einstakling- inn, heldur líka fyrir þjóðfélagið, sem á hagsmuna að gæta um það, að hæfileikar hvers þjóðfélags- borgara nýtist sem best. Svo mikilsvert sem það er, að iðnaðarmaðurinn öðlist fullkomna iðnþekk- ingu og tækni, þá er hitt ekki síður nauðsynlegt,. að þessir kostir komi að fullum notum honum sjálf- um og þjóðinni. Þessa tryggingu geta iðnaðarmenn ekki fengið nema með öflugum samtökum og atbeina löggjaf- arvaldsins. Það sem mest háir heilbrigðum þroska iðnaðar- ins og spillir atvinnuöryggi iðnaðarmanna eru eink- nm þessar þrjár ástæður: !• Iðnaðarstörfin eru unnin af mönnum, sem skort- ir iðnþekkingu, „fúska í faginu“. 2. Fleiri menn læra iðnað í mörgum iðngreinum en svo, að þeir geti fengið atvinnu við iðnina.

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.