Lífið - 01.01.1936, Side 46

Lífið - 01.01.1936, Side 46
42 LÍFIÐ 3. Menn utan iðnaðarins hrifsa til sín arðinn af störfum iðnaðarmannsins. Frá þjóðhagsfræðilegu sjónarmiði séð er fyrsta ástæðan mjög skaðleg. Hún lýtur að því, að nota lélega vinnukrafta, en láta góða vinnukrafta ónot- aða. Það er óhagur fyrir þjóðarheildina. Fyrir ein- staklinga iðnaðarins er þetta ólag enn þá tilfinnan- legra. Það skapar atvinnuskort í iðngreinunum. Sá sem er orðinn iðnaðarmaður stendur fyrir það ver að vígi, að fá atvinnu við önnur störf, þegar at- vinnubrestur verður í iðn hans. Úr þessu ólagi verður að eins bætt með sterkum samtökum iðnaðarmanna sjálfra og atbeina Jög- gjafarvaldsins. í nokkrum iðngreinum eru iðnaðarmenn nú að laga þetta með samtökum. En það er lítið annað en byrjun enn. Margar iðngreinar standa alveg ber- skjaldaðar gagnvart þessum ófögnuði. Enn sem komið er eiga iðnaðarmenn lítinn stuðning í lög- gjöfinni í þessu efni. Hér er því mikið verk óunnið til hagsbóta fyrir iðnaðinn, bæði meðal iðnaðar- manna sjálfra og á sviði löggjafarinnar. Þetta er mál, sem iðnaðarmenn verða að fara að gefa hinn fylsta gaum. Um aðra ástæðuna er svipað að segja.Hættunni, sem stafar af offjölgun manna í iðngreinum, verður að eins afstýrt með samtökum iðnaðarmanna og löggjöf. Framan af þessari öld voru nálega engar skorður reistar við fjölgun manna í iðnaði. Iðnmeistarar tóku nemendur eftir vild sinni og létu þá vinna

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.