Lífið - 01.01.1936, Side 52

Lífið - 01.01.1936, Side 52
LÍFIÐ Sfarfsemi Rússa í Kína. Stjórnmálamenn í Nanking og Tokio horfa agn- dofa á starfsemi Rússa í „hálfóháða" fylkinu Sinkiang (Kínverska Turkestan) í vesturhluta Kína. Þeir eru efalaust að velta fyrir sér, hvaða afleiðingar það hefir, að verið er að leggja nýtísku akbrautir um landið, sem tengja Urumchi, höfuð- borgina í Sinkiang, og margar aðrar borgir og bæi við Turkestan-Síberíu-járnbrautina. Kostnaðinn við þetta vegakerfi annast Rússland og Sinkiang í sameiningu. Mannvirkjafræðingarnir allir og ýmsir aðrir starfsmenn eru rússneskir. Þetta hraðar viðskiftum milli landanna mjög mik- ið, enda er það í samræmi við viðskiftasamning, er Rússland og Sinkiang gerðu sín í millum árið sem leið. Þótt Rússland gengi alveg framhjá Nan- king — áliti henni slíkt óviðkomandi — er samn- ingur þessi var gerður, hefir þó sendiherra Rúss- lands tjáð stjórninni í Nanking, að Rússland hafi ekki þann pólitíska tilgangí huga, að leggja landið undir sig. Það mun og sanni næst. En um hitt þarf ekki að deila, að þar sem viðskifti Sinkiang beinast meira og meira til Rússlands og sérfræðingar það- an stjórna högum landsins, ekki að eins hvað

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.