Lífið - 01.01.1936, Page 53

Lífið - 01.01.1936, Page 53
lífið 49 framfarir í vegagerð snertir, heldur á öllum svið- um, hlýtur kommúnisminn að ryðja sér mjög til rúms á þessum slóðum. Enda er það einmitt þannig. Fé það, er hið auðuga Rússland leggur að mörk- um til umbóta í Sinkiang, hefir ekki verið birt í tölum. En það er óefað geysimikið. Jafnframt þessu nýtur Rússland alls konar fríðinda, sem aðr- ar þjóðir eru bolaðar frá, og má svo heita að Rússland gerist faðir og móðir Sinkiang, er svo blæðir í augum bæði stjórninni í Nanking og hern- aðarklíkunni í Tokio. En þær fá ekki að gert. Rússneskur varningur streymir inn í Sinkiang og Tibet. Ríkisauðvald Rússlands hefir náð ótak- mörkuðu valdi yfir auðlindum Sinkiangs og not- færir sér þetta til hins ýtrasta. Á næstu árum munu Rússarkollvarpa núverandi skipulagiallsiðn- aðar og annarar framleiðslu þar og byggja annað upp í staðinn, þar sem fullkomnasta tækni nútíð- arinnar verður notuð, og kemur að notum, til á- vinnings bæði fyrir Sinkiang og Rússland. Um nokkurra ára skeið, eftir byltinguna, var kaupmönnum í Sinkiang leyft — sem stéttar- bræðnxm þéirra í Evrópu var bannað — að versla í Rússíandi, selja vörur sínar þar og láta svo pen- ingana ganga til kaupa á rússneskri framleiðslu. Samkvæmt núverandi verslunarsamningi eru öll þessi viðskifti þannig, að rússneska ríkið sjálft og landstjórnin í Sinkiang annast þau í sameiningu milliliðalaust. Rússland skuldbindur sig til að láta Sinkiang í té alls konar verksmiðjuframleiðslu, 4

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.