Lífið - 01.01.1936, Page 54

Lífið - 01.01.1936, Page 54
50 LIFIÐ olíu og bensín í skiftum fyrir hráefni, svo sem ull, bómull og kvikfénað. Frá Rússlandi er aragrúi bifreiða fluttur inn í Sinkiang og koma þær í stað úlfaldalesta og flutningsvagna, sem hestum, eða uxum var beitt fyrir. Svo ferðalög og flutningar í Sinkiang á ,,gamla mátann“ eru úr sögunni. í fyrstu var ráðgert að leggja járnbraut frá Turkib til Urumchi. En það virðist svo sem horfið hafi verið frá því ráði, að minsta kosti fyrst um sinn, og stærra og víðtækara vegakerfi valið í stað þess. Rússneskir sérfræðingar réðu þessu algerlega. Kína sér, að Rússland er að leggja undir sig verslunina í vesturhluta landsins. Stjórnin í Nan- king hefir, enda þótt vonlaust virðist um árangur, sýnt viðleitni á að taka í taumana. Hún fékk Sven Hedin til að athuga skilyrði um vegalagningu, er beindi viðskiftastraumnum til Nanking. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að unt væri að byggja tiltölulega ódýr akbrautakerfi, er hraðaði svo ferð- um og flutningum frá Sinkiang til kínverskra markaða, að slíkt þyrfti framvegis ekki að taka meira en tvær vikur í stað tveggja mánaða, eins og verið hefir. En svo náði þetta ekki lengra. Nanking var með bollaleggingarnar, en Rússland hófst handa. Svo mikinn dugnað sýna leiðtogarnir í Moskva, sér- fræðingar þeirra og starfsmenn allir, að búist er við að verkinu verði lokið í haust. Með þessu ná Rússar alræðisvaldi yfir afdrifum fólks í Sinkiang í nútíð og framtíð. Hvað Japana snertir, með tilliti til uppgangH

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.