Lífið - 01.01.1936, Qupperneq 57
LÍFIÐ
53
yin, myndi slíkt meira en lítið áhyggjuefni fyrir
Tseng. Ma er áhrifamaður, sem talið er að gæti
komið öllu í bál og brand í Sinkiang aftur, hvenær
sem er, ef hann léki lausum hala. En í höndum
Rússa er hann svo vel geymdur að það er ör-
y&gi fyrir því, að Tseng og Rússar geta setið að
kjötkötlunum í Sinkiang.
Rússar eru að rannsaka málmauðæfi Sinkiangs.
Svo ætla þeir að hjálpa til að vinna málmana. Með
því að Rússar stjórna málmvinslunni, er trygging
fyrir því, að hún verði gerð með fullkomnustu
tækni nútímans. Rússar leggja fram alt það fé,
sem þarf til hins fyrirhugaða námareksturs. Rann-
sókn hinna rússnesku málmfræðinga hefir þegar
ieitt í Ijós, að í Sinkiang er gnægð ýmsra hinna
^ytsömustu málma, svo sem kola, járns og gulls.
Rað kemur sér vel að Rússar eru með hverju árinu
að auðgast meira og meira, því málmvinsla þessi
kostar mikið fé.
Áhrif frá Nanking hafa farið minkandi ár frá
ári og eru nú, að því er virðist, alveg úr sögunni.
Tseng hershöfðingi býður Nankingsstjórninni ó-
takmarkað byrginn. Og verandi undir vernd Rúss-
lands, getur hann það. Nýlega þverneitaði hann.
stjórninni í Nanking um leyfi til að mega flytja
Póst og farþega loftleiðina yfir landamæri Sinki-
angs. Stjórnin í Nanking óskaði sem sé að mega
annast póst- og farþegaflutning innan landamæra
Sinkiangs. Það,að Tseng hershöfðingi hafnaðislíku
afdráttarlaust, sannar, eins og fleira, að Sinkiang
°g Nanking eru skilin „að borði og sæng“.