Lífið - 01.01.1936, Page 60

Lífið - 01.01.1936, Page 60
LÍFIÐ öngþveiti heimspekinnar. Það, sem liggur til grundvallar öllum mikilvæg- um umræðum á vorum dögum, er: Hvaða leið er út úr því öngþveiti, sem heimspekin er komin í? Þessari afdrifaríku spurningu mannkynsins verður hvorki svarað með loforðum um sælu hinum megin grafar, né heimspekilegum ræðum og ritum, bygð- um á ,,óskeikulli“ þekkingu, hverra leyndardóms- fullu spámenn gera að engu fallvelti lífsins, eins og það birtist í mannlegu lífi. Báðar þessar að- ferðir eru flótti frá félagslegri ábyrgð. Fræðisetningar, ófrjóar til lífs, koma að engu haldi. Framleiðslutæknin er þegar komin á það þróunarstig og hinn skapandi máttur vor er svo mikill, svo dýrlegur, að oss er farið að standa stuggur af því, hve líkir vér erum „guðdóminum“. „Það fylgir vandi vegsemd hverri“. Yandamál auðskiftingarinnar knýr að dyrum réttindavitund- arinnar. Ennþá eru stórpólitískir braskarar þeirrar skoðunar, að með nýjum styrjöldum megi girða fyrir frekari eyðileggingu, sem stafar,af misrétti dreifingar auðmagnsins. Þeir hyggja að bjarga sinni eigin þjóð frá viðskiftalegri tortímingu og gjaldþroti á kostnað annarar þjóðar eða annara

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.