Lífið - 01.01.1936, Side 64

Lífið - 01.01.1936, Side 64
60 LIFIÐ leysisins var hálofuð. ,,Láttu heiminn eiga sig, hann er einskis nýtur“. Þegar kristindómurinn var gerður að ríkistrúar- brögðum varð hann verkfæri í höndum drotnandi yfirstéttar til þess að hneppa alþýðuna í þrældóms- fjötra. „Hin kristna trú er hjátrú, er verndar hina auðugu frá að vera brytjaða niður á vígvöllum styrjaldanna”, sagði Napóleon. Hinn trúaði flýr á náðir vonar um æðra og betra líf eftir dauðann.. Hann tekur því ekki virkan þátt í baráttunni fyrir frelsi og framförum. Skoðun manna á veruleika og gildi hlutanna er engin tilviljun. Hún á rætur sínar í sögulegri þró- un. Tvíhyggjan, þar sem menn gera ákveðna að- greiningu anda og efnis, er þjóðfélagslegt fyrir- brigði. Viðskiftabaráttan hefir knúið hana fram. Veldissproti „andans“ er öryggi drotnaranna. Stritandi múgurinn er brennifórn auðvaldsins. Guð bauð að veröldin skyldi verða til. Hann setti hjól viðburðanna í hreyfingu. „Hann gerði fátækan og ríkan“. Og svo mörg fleiri eru þau orð. En öreig- inn verður að þjást og byggja traust sitt á sælu himnaríkis síðar meir. Hin „fullkomna“ heimspeki fer á gandreið eitt- hvað út í óveruleikann. Alls konar dul-,,speki- kerfi“ hafa verið fundin upp. Þess vegna hafa all- ar þjóðfélagsbyltingar sprottið út úr efnishyggj- unni. Líffræðin kennir þróun lífsins frá einfrymi til manns. Efni — og efni að eins — er undirstaða alls. En heimspekin reynir stundum að fara króka- stigu utan við efnið. 1 því liggur það, að hún er að

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.