Lífið - 01.01.1936, Qupperneq 71
LÍFIÐ
67
reyna það, ef farsótt gengur, því að einn faraldur
veitir enga vörn við öðrum.
2. Kvefsótt. (Kvef, vorkvef, haustkvef, nefkvef,
hæsi, ræma, hósti, brjóstkvef, brjóstþeli, hita-
vella, slen, máttleysi, höfuðverkur, drungi,
barnakvef og skólakvef).
1 heilbrigðiskýrslum er kvefsótt sameignarnafn
allra þessara kvilla, og er þó ekki alt af víst að or-
sök þeirra sé hin sama. ■— Allir vita að kvefið er
næmt og gengur eins og faraldur yfir alt land í
öllum mánuðum ársins, í öldum, sem ná yfir
skemri eða lengri tíma. Sóttkveilcjan er óþekt, en
eftir því hefir verið tekið, að útlendingar fá ekki
kvef fyrstu árin, sem þeir dvelja hér á landi. —
Kvefsóttin er landlæg, og hefir verið það frá ó-
munatíð. Kveföldurnar rísa að haustinu, ná há-
marki í janúar—febrúar, örfast er samgöngur eru
mestar að vorinu, fara síðan rénandi, með lág-
marki í september. Er þetta svipað og í öðrum
löndum.
Sjúklingafjöldi var mestur 1930: 10255. Annars
er meðalsjúkratala á ári 7000, og á 10 árum deyja
33. — Veikin er svipuð í öllum aldursflokkum upp
að 65 ára aldri, en minni úr því.
Eflaust mætti verjast kvefsótt með samgöngu-
varúð, sem öðrum næmum sóttum, en það hefir
víst aldrei verið reynt, og sennilega þyrftu sótt-
varnirnar að vera strangar. Um meðgöngutíma og
eyðingartíma, sem og ónæmi kvefsóttar, er ekki
kunnugt með vissu.
5*