Lífið - 01.01.1936, Síða 72
68
LÍFIÐ
Haldið er, að hún hafi fyrst borist hingað til
lands 1820. 1821 er getið um, að dáið hafi um 300
manns úr henni á Vestur- og Norðurlandi; hefir
síðan verið á gangi flest árin fram til 1860, er hún
geisaði á Austurlandi og um Þingeyjar- og Eyja-
fjarðarsýslur. Jón Finsen, læknir þar, lýsir veik-
inni þannig: Sjúklingarnir lágu máttvana með mik-
inn hita og stundum óráði, svo að líktist þungri
taugaveiki. Skófir komu fyrst á utanvert tannhold-
ið, vangan að innan og góminn, breiddist svo upp
í nefið, stundum jafnvel niður í vélindi. Húðin varð
stundum þur og snörp og flagnaði af. Hár datt af
mörgum. Sömu einkenni eða svipuð hafði veikin á
þeim tímum erlendis. í sumum sveitum sýktust ná-
Jega öll börnin og helmingurinn dó. — Þannig gekk
fram undir aldamótin, þó ekki sé unnt að lýsa gangi
veikinnar vegna þess að skýrslur vanta, en margt
virðist benda til þess, að hún hafi verið landlæg
síðan 1820.
Eins og getið er um í bókinni, Bakteríuveiðar,
reyndu 2 læknar, annar franskur en hinn þýskur,
að gjöra'blóðvatnsmeðal með gerlarækt til varnar
og lækningar veikinni, og var því spýtt undir húð-
ina. — Hér á landi var þetta gjört í fyrsta sinn á
Seyðisfirði í júlímánuði 1895 af dr. Hornemann,
dönskum lækni, á eftirlitsskipinu Heimdalli. —
Síðan tóku læknarnir á Austurlandi upp þessa
lækningaaðferð, sem allir kannast nú við og
hefir gefist vel, sérstaklega eftir að læknum hefir
fjölgað, svo að til þeirra hafi náðst nógu fljótt. —