Lífið - 01.01.1936, Page 73

Lífið - 01.01.1936, Page 73
lífið 69 Veikin hefir rénað í landinu og dánartalan lækkað. Eru sem stendur allar horfur á, að hún geti orðið upprætt til fulls. Að því ætti að stefna, og verja síðan landið gegn nýrri aðfluttri öldu. 3. Barnaveiki. (Hálsbólga, soghósti). 4. Blóðsótt (blóðkreppa, kreppusótt). Þessi sótt var á fyrri öldum alvarleg sótt og talin að standa í sambandi við hungur og óáran, og þá þegar landlæg hér. En 1897 er hún talin komin til Austurlands með Norðmönnum og Færeyingum, síðan er unnt að fylgja veikinni; nokkur ár í röð verður hennar lítið vart, 1925 tvö tilfelli, en svo koma aftur nokkur ár í röð með ekki svo fáum til- fellum. 1932 er sjúkratalan 780, og þá dánir 4. — Erlendis er hún að verða fátíð; þar eru taldar 2 tegundir af henni, og hefir rannsókn sýnt, að sú, sem hér gengur er af vægari stofninum. 5. Barnsfararsótt. Af barnsfararsótt sýkjast að meðaltali 12 konur á ári, og af þeim deyja 3. Þessar tölur eru smá- lækkandi. 6. Gigtsótt. (Liðagigt). Af gigtsótt eru 155 tilfelli á ári að meðaltali síð- ustu 10 árin. Hafa 5 dáið úr henni. Veikin virðist vera nokkuð jöfn ár frá ári, og verður það senni- lega áfram. 7. Taugaveiki (Landfarsótt). Sjúkratalan hefir verið um 60 á ári, en fer nú minnkandi.

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.