Lífið - 01.01.1936, Side 74

Lífið - 01.01.1936, Side 74
70 LÍFIÐ Þetta nafn, taugaveiki, er þýðing á danska orðinu „Nerv,efeber“, og er að mörgu leyti óheppilegt orð, þótt segja megi, að einu gildi hvert nafnið sé, ef allir viti við hvað sé átt, og er þetta rétt að vissu leyti; hitt er máske lakara, að eftir að tyfus-sýkill- inn var ^undinn og aðferðir tilaðákveða veikina,þá kom í ljós, að undir nafninu taugaveiki hafa verið hér á gangi tveir alveg aðskildir sjúkdómar, sem urðu ekki sundurgreindir fyr en sýklarnir fundust. Nú vita læknar, að tyfussýkill veldur landfararsótt- inni, þeirri voða-veiki, sem á fyrri öld og oft áður gekk um landið og bunkaði fólkið niður á bæjun- um og reyndist svo mannskæð. Þessi sýkill getur lifað í mönnum lengi eftir að þeir eru orðnir frískir. Nú er oftast reynt að finna þessa sýkilbera og gera þá ósaknæma með varúðarráðstöfunum, sem menn geta framkvæmt sjálfir, og má á þennan hátt upp- ræta þá faraldra, sem af þeirra völdum hafa haldist við og útbreiðst með stuttu millibili. En auk þess hefir tekist að bólusetja við veikinni, og hefir það verið reynt af fleiri læknum með góðum árangri. Að þessu athuguðu eru allar líkur til að takast megi innan skamms að útrýma þessari voðaveiki úr landinu. Öðru máli er að gegna með hina veikina, sem blandað hefir verið saman við tyfussóttina vegna þess að sjúkdóms-einkennin eru lík. Hún er meira staðbundin, því að sýkillinn lifir utan líkamans og getur gosið upp þegar minnst varir, en hana má stöðva með vanalegum sóttvömum og sótthreinsun- um. Sú er bót í máli, að þessi veiki er vanalega

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.