Lífið - 01.01.1936, Page 76
72
LÍFIÐ
lega var það influensa. 1537 gekk kvefsótt mikil
og dóu margir, segir Espólin í árbókunum; þá
gekk veiki í útlöndum, sem sumstaðar var kölluð
spanska veikin.
Á 19. öldinni gekk hér influensa 12 sinnum, að
minnsta kosti, síðast 1894 og 1900, er þess sérstak-
lega getið, því þá var í fyrsta sinn reynt að beita
sóttvörnum við veikinni. Veikin barst til Seyðis-
fjarðar með ,,Waagen“, skipi O. Wathnes um 20.
janúar ’94. Margir menn af Héraði voru þá í kaup-
skapar erindum á Seyðisfirði og fluttu með sér
veikina, er því breiddist jafnsnemma í alla hreppa
í Héraðinu.
Veður hafði verið sæmilegt er þeir fóru. En svo
vildi til, að um leið og þeir sneru heimleiðis, gekk
í norðangarð með fannkyngi, keptu þá allir að
ná heim til sín tafarlaust, þó mörgum yrði það
fulltorsótt, því ýmsir þeirra voru þá að taka veik-
ina og lögðust strax er heim kom. Eg var þá ný-
orðinn læknir og tók við héraðinu haustið 1893,
að Kerúlf látnum. Eg var þennan vetur á Egils-
stöðum á Völlum. Rakst eg á veikina á ferðalagi
út í Jökulsárhlíð. Þar lá maður með háa hita-
sótt, nýkominn af Seyðisfirði. Þetta var um kvöld
og glórulaust hríðarveður. Bóndi bauð mér gist-
ingu en eg hafnaði því boði og hélt heim um nótt-
ina. Næsta dag var eg frískur og afgreiddi fylgd-
armanninn, en næsta morgunn kendi eg veikinnar.
munu þá hafa verið liðnir um 30 tímar frá því eg
skoðaði sjúklinginn. Lá eg í rauninni með háan
hita næstu þrjá daga, en þá var mér ekki legufært