Lífið - 01.01.1936, Side 77

Lífið - 01.01.1936, Side 77
LÍFIÐ 73 lengur, því að nú drifu menn að í lækniserindum, enda fór veður batnandi. Hafði eg nóg að sinna heima fyrir næstu daga, því hvaðan æfa fréttist um veikina, og viku eftir að eg veiktist var eg kominn í ferðalögin, sem þá vöruðu látlaust í fleiri vikur. Veikin var mjög svæsin og margir dóu af fylgikvillum hennar, sérstaklega lungnabólgu. Strax og eg hafði fengið yfirlit yfir dreifingu veikinnar um héraðið, samdi eg sóttvarnarreglur og skoraði á menn að taka upp sóttvarnir hver fyrir sitt heimili, var þessu vel tekið, og mátti telja árangurinn mjög góðan eftir ástæðum. Árni Jóns- son læknir í Vopnafirði setti með aðstoð hrepp- stjórans þar samgöngubann við héraðið og fylgdi því strangt fram t. d. stöðvaði hann póstinn af Seyðisfirði á Vindfelli og rak hann austur aftur, var hann kærður fyrir, en hann lét sig hvergi. Hafa myndast um þessar sóttvarnir okkar Árna þjóðsagnir þar eystra og eru sumar á gangi enn. Hafa eflaust þjóðsagnir myndast út af minna tæki- fseri svo mikið sem um þetta var rætt þá í hér- uðunum og í blöðunum, því engin voru þá sóttvarn- arlögin að fara eftir. Eg set hér eina sögu til dæmis: Jökulsá í Fljótsdal skifti sveitinni að mestu í 2 deildir, sýkta deild austan ár, en ósýkta vestan. Maður dó í Víðivallagerði, austan ár. Sú var venja að maður gekk frá Valþjófsstað yfir að ánni og hitti mann frá Víðivöllum til að fá fréttir af sýktu bæjunum, og í þetta sinn fekk hann að vita manns- látið er hann var beðinn að segja presti og jafn-

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.