Lífið - 01.01.1936, Qupperneq 79
lífið
75
ilinu, sem var aðfenginn um haustið og fór þaðan
um vorið. Kom drengur þessi í heimsókn á heim-
ilið löngu seinna og barst þá í tal um veikina,
meðkendi hann þá, að hann í forboði húsbónda
síns hefði farið til næsta bæjar að vitja um kindur
og hefði þá lent inn í tóft til fjármannsins þar
og talað við hann um stund. En þessi smaladrengur
var sá, er fyrstur lagðist og sóttina hafði flutt.
Á 20. öldinni er árlega getið veikinnar í H. S.
má því líta svo á, að hún sé orðin landlæg. Sjúkra-
talan fer lítið niður fyrir þúsund, þau árin sem
hún er lægst, en kemst aftur á móti sum árin upp
í 7—8 þúsund, að eg ekki tali um faraldrana
1918, sem talið er að hafi komið frá útlöndum —
helst Englandi og jafnvel Ameríku. Einn af þess-
um faröldrum var spanska veikin, sem kom til
Reykjavíkur 20. október 1918, með Botníu og til
Hafnarfjarðar með s.s. Víði frá Englandi. Sjúkra-
talan í þessari veiki er óþekt, því skýrslugjörð
lækna fór út um þúfur. Héraðslæknirinn í Reykja-
vík giskar á að þar hafi sjúkratalan verið ekki
undir 10 þúsund, og tiltölulega líkt segja þeir að
muni hafa verið í kauptúnunum Akranesi, Eyrar-
bakka og Stokkseyri, læknarnir þar, en í sveit-
unum var hún mikið vægari. Dánartalan er þar á
móti viss. Dánartalan 1916 64, 1917 40, 1918 459,
1919 91, 1920 52, 1921 79, hin árin tæplega 20 að
meðaltali.
Eins og eðlilegt er eftir að læknarnir hafa haft
svo náin kynni af veikinni öll þessi ár, þá hafa þeir