Lífið - 01.01.1936, Page 82

Lífið - 01.01.1936, Page 82
78 LÍFIÐ Hann flaug í lausu lofti um geimínn. En hvað það var skrítið að vera fleygur! Hann sveif um ómælisfjarlægðir al- heimsins, eins og ímyndunaraflið ...... Hann var á gjárbarmi og ógurlegt hengiflug fyrir neðan. Gjáin var hyldýpi, eins og eilífðin. Hann var forvitinn. — Hann langaði til að sjá og vita meira um botnleysið fyrir fótum sér. Löngun hans varð meira að segja öllum ótta yfir- sterkari. Hann laut til þess að reyna að greina eitthvað — og datt.......datt........Hann vaknaði. Hann hafði ver- ið að dreyma. Hann var gamall maður með skegg, likt og Nikulás helgi. Móðir hans var meira en hundrað ára gömul. Honum þótti óumræðilega vænt um að hún lifði svo lengi hjá honum. „Þú ferð aldrei frá mér, elsku mamma!“ hrópaði hann af gleði mikilli. Þá vaknaði hann. Hann hafði verið að dreyma. Skömmu síðar lést móðir hans. — Ó, hve draumar rætast oft illa! En hann hélt áfram að dreyma. Og ekki aðeins dreymdi hann í svefni, heldur fór hann einnig að dreyma í vöku. ■— Þannig dreymdi hann og dreymdi áfram. Meðan hann var í barnaskólanum dreymdi hann um hærri mentastofnanir. Svo fór hann seinna á háskólann. En eftir fáein ár komst hann að raun um, að hann hafði verið að dreyma um eitthvað of- ar og æðra honum. Hann hætti við háskólann. Hann las utanskóla eðlisfræði og efnafræði meðal annara fræða. Hann sá risaveggi bygða í hyldjúpum úthafanna, til þess að beina rás Golfstraumsins og annara hlýrra strauma þannig, að strendur allra landa hlytu þar af jafnan skerf. Hann leit geysistórar Völundar- verksmiðjur nothæfa öldur sólarinnar og stjórna þeim. Það var engu hlýrra við miðjarðarlínuna en við heimskautin. Fólksflutningar hófust til beggja heimskautanna. Hann leit út um gluggann. Kornstangirnar sveigðust fyrir hægum and- varanum. — En það var óveðursblika í lofti. Maður stóð skamt frá og gaf skýjabólstrunum gætur. Við hlið honum var margbreytt undravél. Alt í einu þrýsti hann á hnapp og ósýnilegir straumar þræddu loftið til hinna ógnandi óveður-

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.