Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1908, Síða 16

Sameiningin - 01.01.1908, Síða 16
332 leika eru meir en nokkru sinni áör að ryðja sér til rúms í heim- inum, hlýtr annað eins æfistarf og ÞaS, er liggr eftir Miss Bar- ton, að hafa stór-mikil áhrif. Slíkar hetjur vekja aðdáun og hvetja aðra með dœrni sínu til eftirbreytni. Það, sem hjóðin sú eða sú á dýrmætast til í eigu sinni, er ef til vill eftirdœmi mestu og beztu manna hennar. Þeir hefja til meiri fullkomnunar ekki einungis samtíðarmenn sína, heldr og þá, sem á eftir koma. Hver getr metið til fulls þau áhrif, sem Abraham Hincoln hefir haft á Þjóölíf Bandaríkjanna? Lífsferill slíkra manna um margar ókomnar aldir er sannr leiðarsteinn Þjóðarinnar. Endr- minning þeirra læsir sig inn í hug og hjarta manna og ræðr að meira eða rninna leyti orðum þeirra og athöfnum. Eftirdœmi slíkra manna talar til vor gegn um aldirnar með skýrri röddu og hvetr til háleitra hugsjóna og framkvæmda. Ágætismenn hverrar þjóðar eru eins og ljós, sem loga skýrt og fagrt á há- um tindi í allra augsýn og varpa birtu yfir braut þjóðarinnar til œðri menningar og aukinna tœkifœra til vellíðunar og fram- fara. Sú spurning vaknar ósjálfrátt í huga vorum, hvað það muni einkum vera í fari flestra þeirra, er menn dást mest að, sem vér hinir smáu getum tekið til eftirbreytni. Það er eitt orð, sem rennr eins og rauðr þráðr í gegn um sögu hinna ensku-talandi þjóða, að minnstia kosti ein dyggð, sem göfugustu menn þeirra hafa sameiginlega haft til brunns aö bera: skyldurœkni. , Þótt þetta sýnist, ef til vill, nokkuð hverndags- leg dyggð, felst þó í henni það, sem manneðlið á göfugast til í eigu sinni. Sú dyggð heldr mönnum ekki að eins í œðstu stöð- um, sem lífið hefir á boðstólum, heldr og í hinum litilmótleg- ustu. Fáir menn geta verið það, sem heimrinn kallar stór- menni, en allir geta verið nytsamir og gagnlegir menn, ef þeir að eins vilja. Hvort þjóðin sú eða sú er mikil þjóð er ekki undir því komið, að hún eigi fáein stórmenni, heldr undir því, hverskonar hugsunarháttr er ríkjandi hjá þjóðinni í heild sinni. Þegar hinn alkunni rithöfundr Washington Irving heimsótti Walter Scott, skozka þjóðskáldið, þá gjörði Scott sér far um, að hann kynntist mönnum af öllum stéttum þar í nágrenninu,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.