Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1950, Qupperneq 11

Sameiningin - 01.08.1950, Qupperneq 11
Sameiningin 89 Prestaskifti Nokkur breyting hefir orðið síðan um kirkjuþing á starfi cg heimilisfangi sumra presta okkar. Um seinasta þing var búist við að séra Skúli Sigurgeirson tæki við Lundar- Langruth prestakalli, og hefði heimili að Lundar. Skildi það starf byrja 1. sept. 1949. Úr þessu varð þó ekki. Leiðir skildu fyr en varði; og var þá ekki reiðubúið starf handa séra Skúla. Réðist þá að hann tæki upp missionsstarf í Saskatchewan söfnuðum kirkjufélagsins, og hefir hann starfað þar síðan í nóvember. Heimili hans er í Foam Lake, þar sem söfnuðurinn á prestshús. Trúboðsnefndin mun skýra nánar frá viðhorfi þessu. Við burtför séra Skúla varð prestslaust að Gimli. Hefir ennþá ekki úr því bæzt, að öðru leyti en því, að séra Sigurður Ólafsson þjónar að nokkru elliheimilinu Betel. Nokkrum sinnum hafa prestar heimsótt prestakallið, og er þar hinn ungi öldungur í prestahópi vorum, séra Rúnólfur Marteinsson, fremstur í hópi. Prestsleysi á Gimli er nokkuð, sem úr verður að bætast sem bráðast. Möguleikar til þrosk- andi starfs þar hafa aukist við það að enskumælandi fólk vill samvinnu með íslenzka hópnum. Nú um miðjan júní fór séra Haraldur Sigmar alfarinn frá Vancouver söfnuði, og flutti til Seattle, Wash. Er hér því annað prestakall, sem er að stækka og ná góðri fótfestu í þeirri miklu strandborg Canada, án leiðtoga sem þó er bráðnauðsynlega þörf. Enn hefir ekki tekist að kalla prest þangað. Þar eru kröfurnar um mann sem getur notað bæði málin, og gerir það úrlausnina erfiðari. Vonandi leysist úr þessu von bráðar. Séra Jóhann Fredriksson, sem um allmörg ár hefir verið utan kirkjufélagsstarfs, hefir nú aftur komið fram meðal vor. Síðan í fyrrasumar hefir hann unnið vel metið starf hjá söfnuðum í Churchbridge, Sask., og Lundar, Man. Líkur eru nú til að þetta starf hans taki á sig fastari svip, og hann þjóni Lundar og Churchbridge sem kallaður prestur. Gengur hann þá aftur í félag vort, og er oss ljúft að finna hér aftur liðsmann sem leysir úr þörf þessara safnaða. Þá hefir og Blaine-Point Roberts prestakallið séð á bak presti sínum, séra Arthur S. Hanson. Sagði hann þeim upp starfi sínu með byrjun júnímánaðar og fluttist til Pennsyl-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.