Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1950, Síða 16

Sameiningin - 01.08.1950, Síða 16
94 Sameiningin gefur getur þú ekki eyðilagt." Þrátt fyrir öll heimilin, sem risið hafa upp nú á seinustu árum, megum vér ekki gleyma að Betel er móðir þeirra allra; og móðurinni megum vér ekki gleyma. Eg legg ykkur þetta á hjarta. Betel er þörf á gjöfum ykkar. Nefnd verður að sjálfsögðu sett í elli- heimilismálið. Ýmislegt Hinn nýi söfnuður í Cavalier, sem mun beiðast inn- göngu í kirkjufélag vort á þessu þingi, hefir þegar fest kaup í kirkju, sem rúmar um 170 manns í sæti; einnig fylgja altari, prédikunarstóll, o.fl. Er söfnuðurinn í undirbúningi með að flytja kirkjuna inn til bæjarins, setja undir hana kjallara, og endurbæta nokkuð; og hefir söfnuðurinn þá eina af hinum fegri kirkjum í Cavalier bæ. Guðbrands söjnuður, við Morden, mun eiga fimtíu ára afmæli þetta ár. Má vera að hann hyggi á fagnað í því sambandi. Fimtíu ára starfssaga er rík af ávöxtum. Má vera að kirkjufélagið vildi hér eitthvað leggja til málanna. Því minni ég á það. Víkur söfnuður, í Mountain, mun þá líka geta nokkurs minnst, því sjötíu ára afmæli hans er nú þetta haust. Einn með elztu söfnuðum kirkjufélagsins, á hann mikið starf að baki, og stendur föstum fótum enn og á framtíð bjarta. Útgáfumál Nú hin seinni árin höfum við ekki staðið í miklum útgáfu önnum. Seinustu rit frá okkar hendi voru „Lutherans in Canada“ og „Rit og Ræður“. Hin fyrri er nú uppseld, og mun féhirðisskýrsla sýna fjárhag okkar gagnvart þeirri bók. Af síðari bókinni er allmikið upplag ennþá til. Sala hennar mætti betur ganga. Það sem hún hefir að flytja tapar ekki gildi sínu þó árin líði, og er jafn velkomin gjöf nú sem þegar hún var gefin út. En ekki hafa allir ennþá keypt þá bók sem hefðu gott af að lesa hana. Gjörðabókin var gefin út svo sem þing ákvað, nokkru dýrari en venjulega sökum hækkandi kostnaðar pappírs og prentverks. Prentun hennar er eini vegurinn til að geyma ákvarðanir og skýrslur starfsemi vorrar sem félag og kirkja. Verður því að sjálfsögðu að gefa hana út áfram.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.