Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1950, Qupperneq 18

Sameiningin - 01.08.1950, Qupperneq 18
96 Sameiningin Skýrsla Trúboðsnefndar kirkjufélagsins mun lögð fram og skýra hvað unnist hefir og hvernig starfið horfir við. Þetta tel ég aðalmál kirkjufélagsins. Kristur sagði: „Farið og gjörið allar þjóðir að læri- sveinum“. Við getum ekki heitið lifandi kirkja, ef við látum þetta undir höfuð leggjast. Ef við höldum að við höfum gert skyldu okkar með því að halda við safnaðarstarfi heima fyrir, aðeins fyrir sjálfa oss þá skortir okkur skilning. Phil- lips Brooks var beðinn að gefa ráð til þess að reysa við hálfdauðan söfnuð. Hann svaraði: „Beitið ykkur fyrir á- kveðnu heiðingjatrúboði, og líf mun færast í söfnuðinn“. Skildum vér vera að deyja kirkjulega heimafyrir, vegna þess að vér eigum óglögga trúboðshugsjón? „Þar sem engar vitranir eru, kemst fólkið á glapstigu.11 Vitranin mikla, hugsjónin guðlega, að „um gjörvallan heim nái laufskála- tjöld“ kirkjunnar, og ,;að mannkynið alt Guði lof syngur blítt“, verður aldrei virkileiki nema þú og ég, hver einasta kristin manneskja, finni að sér ber eitthvað að hjálpa þessari hugsjón sem Kristur dó fyrir. Galileuvatn og Dauðahafið eiga upptök sín í sömu krystalstæru lindum Hermonfjalls. Galileuvatn helst hreint og tært og fagurt, vegna þess að það hefir útstreymi; en Dauðahafið er líflaus, kolmórauður pollur, vegna þess að það á ekkert útstreymi. Það tekur á móti vatninu, og sleppir því aldrei. Er hér ekki góð mynd af afleiðingum þess, að halda öllu sem þú færð sjálfum þér til handa. Galileu- vatnið gaf líka líf fiskimönnunum sem urðu lærisveinar Krists; en Dauðahafið yfirlykur Sódómu og Gómorru. Að ímynda sér að maður hafi gert skyldu sína, ef maður hefir beðið til Guðs fyrir þessu starfi, minnir mig á frásögu E. Stanley Jones, í bók hans „The Christ of Every Road“. Hann segir svo frá: „Eg kom niður frá Almore, einn versta krókastig veraldarinnar. Keyrari bílsins hafði aldrei áður keyrt í Himalayafjöllum, og daginn áður hafði hann nærri því keyrt fram af einum hinna snarbröttu krókastiga. Hann var hræddur, svo hann gekk nú fram fyrir bílinn og hneigði sig í bæn eins og fyrir bílnum. Þessu lokið lögðum við af stað. En brátt yfirhitnaði bíllinn, og kom þá í ljós að vatn vantaði í hann. Úr þessu var hæg't að bæta, og enn héldum við á stað. En þegar við vorum þó enn langt fjarri áfangastaðnum, og að fara upp knappa

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.