Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1950, Qupperneq 21

Sameiningin - 01.08.1950, Qupperneq 21
Sameiningin 99 kennaramót í Sunrise Camp ættu að hjálpa þessum þroska; cg ættum vér að leggja þeim eitthvert lið. Nefnd mun að sjálfsögðu fjalla um málið. Ungmennastarf Ungmennafélög eru fá í kirkjufélaginu. Sem heild hafa þau ekki getað nú síðari árin gert nein átök, svo sem fyrri er þau gáfu út blað og höfðu árleg þing. Æskunni megum vér ekki gleyma, þá gleymir hún okkur. Bandalag lúterskra kvenna hefir með sumarbúðum sín- um gripið hér inn í og verið oss lyftistöng á sviði æskunnar. Þrettán ár munu nú vera síðan Bandalagið hóf sína „summer camps“. Fara þeir nú að skifta þúsundum unglingarnir sem hafa þar notið kristinnar leiðbeiningar. Prestarnir hafa hér hjálpað allnokkuð, þótt starfið komi þegar þeim var mest þörf á hvíld frá starfi. En þyngstu byrðina hafa konurnar borið af starfi þessu, og ber oss sem kirkjufélagi að þakka og meta, en líka að örfa, hjálpa og hvetja. í sumar hefur skólinn sitt starf 3. júlí, og stendur fram í ágúst. Stewardship Síðastliðin kirkjuþing hafa kosið séra Eric Sigmar, í Glenboro, „Stewardship Secretary“. Hans starf er að vera ekkar vökumaður, minnandi söfnuði á málefni kirkjunnar. Hann hefir fjölritað og sent út ársfjórðungs bréf til safnaða og forseta. Einnig hefir hann verið reiðubúinn að heimsækja söfnuði sem þess æsktu, og þannig persónulega hjálpa og leiðbeina. Kirkjufélagið hlýtur gott af slíku starfi, og mun að sjálfsögðu efla það en ekki af draga. Skipulagning á því myndi auka áhrif þess. ❖ * * * There is much that needs to be done. Sixty-five years’ history reveals clearly that our fault has not been that we dared too much, but rather we dared too little. Our Christian effort has never impoverished us, but rather have we impoverished the Christian effort. We never gave until it hurt, but rather it hurt us to give. E. H. FÁFNIS, President of Synod

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.