Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1950, Qupperneq 25

Sameiningin - 01.08.1950, Qupperneq 25
Sameiningin 103 prestakalli á síðastliðnu hausti, fékk nefndin séra Sigurð Ólafsson, í Selkirk, til að inna af hendi bráðabirgða þjónustu í þarfir heimilisins; hefir hann, með leyíi safnaðarnefndar Selkirk safnaðar, frá byrjun október mánaðar, flutt þar messur vikulega, og átt samtal við vistfólkið, venjulegast á fimtudögum, og flutt þar 36 guðsþjónustur, haft 4 útfarir. Sunnudaginn, 4. júní, hafði hann þar fjölmenna altaris- göngu. Þar sem að aðal byg'ging heimilisins er nú orðin æði gömul, fer nauðsynin á viðgerð vaxandi ár frá ári. Á þessu ári hefir verið gert kostnaðarsamt og mikið verk við máln- ingu innanhúss. í ráði er að gera við þak eldri byggingar- innar á þessu sumri; er efni nú til þess fengið, og maður ráðinn til að vinna verkið. Nýr „power mower“ hefir verið keyptur til þess að létta undir starf umsjónarmanns við slátt á grasfletinum umhverfis heimilið. Sú er hugsjón nefndarinnar að gera alt er í hennar valdi stendur til að fegra staðinn og um- hverfið — eru þar blómabeðin og fögur tré — og gera það inndælan stað, eftir því sem að auðið er. Á síðastliðnu hausti gaf Mr. Halldór Sigurdsson, í Winnipeg, heimilinu hátalara (amplifier); var það bæði góð og hagkvæm gjöf, er gerir rúmliggjandi fólki og þeim sem örðugt eiga með göngu upp og ofan stiga unnt að njóta alls þess er fer fram í samkomusal heimilisins. Er nefndin, og alt fólk á Betel, gefandanum innilega þakklátt fyrir gjöfina. Var gjöfin formlega viðtekin og helguð 8. júní, að gefanda og konu hans viðstöddum, ásamt meirihluta Betel nefndar, vistfólki og starfsfólki og mörgu fólki frá Selkirk; en þann dag hafði hið eldra kvenfélag Selkirk; safnaðar heimsótt Betel. „Electric water heater“ hefir verið keyptur á árinu, og er nú í notkun. Óvenjulega mikil veikindi hafa verið á heimilinu í síðustu tíð. Sem stendur, eru fimm í sjúkradeildinni, fjórir í smærri sjúkradeild, aðrir sjúklingar í sérherbergjum, alls tíu talsins. Alt þetta fólk þarf mikla og nákvæma aðhjúkr- un. Þess utan eru margir á heimilinu er þurfa stöðuga aðhjúkrun og umönnun, þótt ekki geti rúmliggjandi talist. Fer þeim stöðugt fjölgandi er þurfa æ meiri hjúkrunar við. Tvær ástæður liggja hér til: fyrst, hið óraskanlega lög- mál að „ellin leggur alla að velli“. Fólk, er notið hefir

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.