Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1954, Síða 12

Sameiningin - 01.03.1954, Síða 12
10 Sameiningin svo að oss fyndist til um hann. Hann var fyrirlitinn, og' menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þján- ingum, líkur manni, er menn, er menn byrgja fyrir andlt sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis — en vorar þjáningar voru það, sem hann har, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði. Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan, en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.11 (Jes. 53). „Og hann, sem var opinberaður í holdi, var réttlættur í anda, birtist englum, boðaður með þjóðum, var trúað í heimi, var hafinn upp í dýrð.“ (1. Tím. 3). Við getum því ótta- og kvíðalaust tekið undir með Páli postula: „Ég veit á hverjum ég hefi fest traust mitt.“ (2. Tím. 1). Ef við gerum að dæmi Páls, er ekki um nokkurt milli- bilsástand að ræða. Drottinn vor tekur svo til orða: „Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar.“ Hann synjaði engum þeim um bænheyrzlu, sem leituðu liðsinnis hjá honum á holdsvistardögum sínum; ennþá vakir hann yfir hjörð sinni með nákvæmni hins góða hirðis, og mun vissulega létta af oss því, sem amar að á þeirri tíð og á þann hátt, sem bezt hentar. Fyrir utan það, að vegur krossins reynist iðulega vegur ljóssins. Hann skuldbindur sig til að líta náðarsamlega á and- vörp okkar og tár: „Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld." (Matt. 11). Það verður naumast tölum talið, hve margar sjúkar og syrgjandi sálir hafa látið huggast við þessi orð frelsara vors. Og er það ekki huggunarríkt í þrengingum og þrautum, að vita sig á ferð einmitt á hinni sömu leið, sem frelsarinn hefir gengið á undan okkur. Mönnum er ekki ætlað að vera einum á ferð. Hann þekkir þjáningar okkar, trega og tár og vonbrigði. Honum er það alt kunnugt. Hann vill fá okkur til þess að koma með það til sín. — Það verðum við að gera. Hann hefir eins mikla

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.