Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1954, Page 22

Sameiningin - 01.03.1954, Page 22
20 Sameiningin og hin sanna þjóðrækt er í því fólgin að þroska hið sama og geyma í göfugu hjarta. Hvað er þá hið bezta, sem við brjóst hinnar gömlu ísafoldar óx? Ótal margt má að sjálfsögðu nefna. Ég tel það einkum tvennt. Ástin á landinu og trúin á Guð. Það er því okkar hlutverk að kynda þá elda, sem bjartast hafa brunnið, lýst og ornað þjóðinni. Það er og spá mín, að það verði megin hlutverk ykkar hér vestan hafs að varðveita þau verðmæti, sem þið eigið úr íslenzku þjóðerni. Vegur ykkar mun því meiri, sem það vökustarf verður betur rækt. Feður ykkar og mæður festu hér fyrstu rætur, öfluðu sér virðingar og ástsældar fyrir trúmennsku, heiðarleik og drenglyndi í hvívetna. fslendingum hefur aldrei brugðizt trúmennska Kolskeggs, festa Bergþóru og trú Hallgríms. Það verður því þjóðrækt, sem okkur öllum ber að leggja stund á. Það verk verður þó eigi eingöngu unnið á þjóð- ræknisþingi, heldur er í því fólgin almenn mannrækt. Það er heiður hverjum manni að vera af íslenzku bergi brotinn og á engan hátt betur getum við þakkað það, en að rækta svo eigin sálu og framkomu alla, að ekki falli nokkru sinni blettur á þann skjöld. Heiður íslenzks þjóð- ernis er heiður okkar sjálfra. III. í Guðspjalli þessa dags er á fagran hátt sögð og útskýrð dæmisaga um sáningu og sáðmann. Það á vel við að hugsa um þau orð í þessu sambandi. í bráðum ellefu hundruð ár hefur Drottinn eigi eingöngu verið íslenzku þjóðinni at- hvarf heldur og gefið henni dýrmætar gjafir og sífellt sáð í hjörtu landsmanna sæði því, sem engan á sinn líka, fagnaðar- erindi Jesú Krists. Þetta sæði hefur að vísu fallið í mis- jafnan jarðveg, en var nokkuð fremur ljós á vegum þjóðar- innar, en birtan, huggunin og krafturinn frá orði Frelsarans. Arfurinn mikli, þjóðernið, tungan, bókmenntirnar og trúin er það sæði, sem sáð hefur verið meðal okkar. Hvern jarð- veg mun það finna hjá þér, kæri áheyrandi minn? Munt þú bera gæfu til þess að geyma það í göfugu og góðu hjarta, og láta það bera ávöxt með stöðuglyndi og trúmennsku. Enginn má samt ætla að þjóðrækni og þjóðrækt sé allt.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.