Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1954, Qupperneq 27

Sameiningin - 01.03.1954, Qupperneq 27
Sameiningin 25 atkvæði fulltrúa sinna. Hefðu þeir gert það, hefði orðið harla lítið um framkvæmdir, og allt starfið hefði farið á ringulreið. Þannig kom fram hin fjórfalda stefnuskrá kirkjunnar: safnaðarstarf heima fyrir, trúboðsstarf, mennta- mál og líknarstarf. Ýmsar kirkjudeildir nágrannaþjóðanna höfðu skipulagt starfsemi sína um það bil að séra Jón og samverkamenn hans stofnuðu íslenzka kirkjufélagið, og tóku þeir þau sér á margan hátt til fyrirmyndar. Þótt í smáum stíl væri, kom brátt í ljós vísir þess, er þeir vildu koma til leiðar. Þeir voru þess fullvissir, að hið mikla boð frelsarans um að gera allar þjóðir að lærisveinum, að kenna og líkna, næði einnig til útfluttra íslendinga. Aðaláherzlan var að sjálfsögðu lögð á safnaðarstarfið heima fyrir, svo og á heimatrúboðsstarfið í hinum ýmsu nýlendum, þar sem fólk okkar tók sér búsetu. Þá kom brátt fram vísir að líknar- starfi, (Betel) trúboði erlendis, (séra S. O. Thorlakson í Japan)og að kristilegri og þjóðlegri menntastofnun (Jóns Bjarnasonar skóli). Nú eru brátt liðin sjötíu ár síðan kirkjufélagið var stofnað, telur það nú 37 söfnuði, með tæplega fimm þúsund fermdum meðlimum, og hefir fjórtán starfandi prestum á að skipa. Sumir þessara safnaða eru lítið meira en nafnið eitt, og talið er nauðsynlegt að endurskoða meðlimaskrá sáfnaðanna til að fá rétta mynd af starfskröftum félagsins. Bn tölustafir út af fyrir sig gefa aldrei nákvæma mynd af starfskröftum nokkurs félagsskapar, þar er það andinn og áhuginn sem ræður. Það skal fúslega játað, að mikið og göfugt starf hefir verið unnið innan vébanda þessa félags undanfarna áratugi, en það hefir einkum miðað að því að halda í horfinu heimafyrir á hverjum stað. Auðvitað hefir það misheppnast sums staðar fyrir áhugaleysi heimamanna, prestafæð og önnur óhöpp. Kirkjufélagið hefir ávallt gert sér ljóst, að því ber að efla heimatrúboðsstarfið, og það hefir jafnan verið aðalmál þess. En einnig á því sviði hafa fjárframlög hinna eldri og öflugri safnaða verið ófullnægj- andi, þess vegna hefir verið um viðhald fremur en framsókn að ræða nú hin síðari ár. Skilningur okkar á hlutverki kirkjunnar, utan heima- safnaðanna, virðist ekki hafa glæðst að neinum mun, frá

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.