Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1954, Síða 34

Sameiningin - 01.03.1954, Síða 34
32 Sameiningin Kirkjuþing í lok júni Ákveðið er að sjötugasta ársþing hins ev. lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi skuli haldið í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, dagana 27.—30. júní næstkomandi. Meðal góðra gesta þingsins verður cand. theol. Þórður Kr. Þórðarson, frá Chicago; en eins og margir munu minnast, var hann gestur kirkjuþingsins í Minneota 1952, og hreif hann þar hugi manna með lærdómsríkri ræðu og prúðri framkomu. Hann stundar framhaldsnám í guðfræði við Chicago háskólann og býr sig undir doktorspróf. 1 þetta sinn kemur hann ásamt konu sinni. Enda þótt þetta sé ekki formleg tilkynning um kirkjuþing, er það væntanlega ekki of snemmt að minna söfnuðina á að kjósa erindreka í tæka tíð. Veltur á miklu að þeir einir séu kosnir á þing, sem hafa bæði áhuga og hæfileika til að taka þátt í störfum þingsins, og fara með umboð safnaðanna meira en aðeins í orði kveðnu. Söfnuðunum ber siðferðileg skylda til að framkvæma það, sem þeir með ráðum og atkvæði fulltrúa sinna hafa ákveðið á þinginu, hvort heldur sem það snertir fjármál eða önnur nauðsynjamál félagsins. ☆ ☆ ☆ Fullráðið er að séra B. Theodór Sigurðsson takist prests- þjónustu á hendur í íslenzka prestakallinu að Mountain og Garðar í Dakota. Er hann væntanlegur frá New York, ásamt konu sinni og ungum syni þeirra, í vikunni fyrir páska. Sameiningin óskar honum og prestakallinu allrar blessunar í samstarfi þeirra, sem nú er að hefjast. ☆ ☆ ☆ Dr. Haraldur Sigmar og frú gera ráð fyrir að leggja af stað í Evrópuferð snemma í næsta mánuði. Ferðast þau flug- leiðis frá New York til Noregs, en þar á frú Sigmar margt ættmenna. Á heimleiðinni fara þau til íslands, og dvelja þar um tíma. Verða þau væntanlega viðstödd biskupsvígslu séra Ásmundar Guðmundssonar prófessors, sem gert er ráð fyrir að fari fram í sambandi við fund prestastefnunnar. (Synodus). Sameiningin óskar að ferð þessara mætu hjóna megi verða þeim til hressingar og ánægju.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.