Sameiningin - 01.07.1929, Síða 9
199
og hver maÖur og hver kona og hvert barn tók á öllu, sem til var,
til aÖ við'halda lífinu; og dreyma um dýrlega framtíö. Örfáir
þeirra feÖra og þeirra míæðra bygðarinnar eru enn ofan moldar,
og einstaka andlit þeirra, ritað rúnum mikillar lífsreynslu, sé eg
nú fyrir framan mig. Og eg—eitt barnið frá landnámstíðinni,
rís úr sæti mínu i dag, lyfti höndum til hæða og segi: “Öldntt
feður og rnæður! Guð ibfessi og varðveiti yður að eilífu.’’
Strax í öndverðu reis hér i bygðinni yndislegt Guðs hús, og
það áður en þessi sýnilega kirkja var bygð'. Hún er sýnileg rnynd
ósýnilegrar Guðs kirkju, sem landnemarnir fluttu hingaS með sér
og stóð á landnántstíðinni í mikilli andlegri fegurð. Sú kirkja, það
Guðs hús, stóð um al'la bygðina. Þó harður sem steinn væri
stundum svæfill landnemans, dreymdi hann á koddanum þeim
guðlega drauma. Himininn stóð opinn uppi yfir landnáminu
unga. Guð var fyrir augum landnemanna; engllarnir komu niður
stigann til þeirra, englar Guðs náðar og hjálpræðis, og englar
trúar-öruggra bæna stigu upp stigann frá brjóstuni mannanna, og
Guð vakti yfir ibörnunum sínum hér. Frá öndverðu var hér í
bygð Guðs hús og hlið himinsins.
Feður þessarar ibygðar voru trúmenn og lærisveinar Krists.
Þvi eins farnaðist þekn vel. Þeir lögðu af stað út i vetrarhríðar
með uxana sína og sleðann og fluttu hina fáu rnæla sinnar fyrstu
kom-uppskeru til Brandon, og Manitou, og Pilofc Mound og Car-
berry og komu aftur eftir marga daga meS fæði og klæði handa
ástvina-hópnum í kofanum heima. Þeir fóru út i ófærð og vetrar-
hríð með þau orð í hjarta: “Hönidin þín, Drobtinn, hlifi mér.”f
Við ljóstýru heima vöktu mæður, rneði börn sín í faðmi, og íbáðu
og kendu þeim að ibiðja: “Vak þú, minn Jesú, vak þú í mér.”—
Raunir sóttu býlin heim, en hver hjápaði öðrum eftir mætti. Stund-
um gisti sjálfur dauðinn í kofa landnemans, og miklar voru sorg-
ir mæðra, er börnin voru lögð á svarta f jöl. En bygð'armenn komu
hver til annars á sorgar stundum og yfir gröfunum hljómuðu
raddir þeirra: “Eg veit minn ljúfur lifir lausnarinn himnum á.”
f þann tíð voru hér spámenn í bóndabúning, sannir Guðs menn,
er hugguðu og hughreystu fólkið af spámannllegri andagift. Eg
hefi ekki kynst öðru bygðu bóli þar sem voru fleiri né betri and-
legir leiðtogar, en hér voru í Argyle, á myndunarskeiði bvgðar-
innar, þó engi væri hér klerklærður maður né prestsvígður.
Kirkjan sú, er nú hefi eg lýst, var frumkirkja bygðarinnar,
sameiginlegt Guðshús allrar bygðarmanna, og það áður en þetta
hús var bygt. Upp af þessu andlega Guðs húsi reis svo þetta
fyrsta kirkjuhús i bygðinni 18B9.