Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1929, Page 12

Sameiningin - 01.07.1929, Page 12
202 ur gleði; því eg sé þau ÖLI í and'a nú, himinglöð og fagnandi með oss á þessa'ri ljúfu stundu, og eg veit að innan skamms rætist trúar innar dýrlegi draumur, og sú kemur stund, aði “Við mér blasa engil-andlit blið sem els'kað hefi’ eg lengi, en núst um hríð,” því Guðs hús er eitt og hið sama á himni og á jörðu. B. B. J. “Bryan bróðir” Eftir William L. Stidger. Kirkjuþing fjölment stóð yfir í Birmingham fyrir nokkrum árum. Það var einhvers konar starfsmála þing. Ekkja dr. George Stuarts, trúboðans alkunna, sagði ntér, að “Bryan bróðir,” hefði l’tt kunnað við sig á stefnu þeirri. Hann sat i gegnum heilan morgunfund og hlustaði á endalausar ræður, skýrslur og grein- argjörðir, en í hádegis-rofinu laumaðist hann burt, á meðan fund- armenn sátu að dagverði og bjuggu sig undir aðra brýnu 'jafn- ianga síðdegis. Hánn gjörði dr. Stuart grein fvrir ferðum sínum á þessa leið: “George, eg þoldi eld<i lengur við þar inni á þessari starfs- mála-stefnu, hún var svo langdregin og sviplaus. Eg laumaðist út og tók mér bita með daglaunamanni, sem eg þeklci yfir á verk- stæðinu. Við sátum á gangstéttarskörinni og stýfðum nestið úr matarskrínunni hans; eg baðst fyrir með honutn og hann gaf Drotni hjarta sitt. Eg hefi setið urn hann, þorparann, í marga mánuði. Hánn slæðist af og til i kirkju. Eg var að hugsa um hann allan morguninn þar í fundarmálamærðinni. Allir voru þar að tala um að frelsa fólkið í stór-hópum, og þaö er vitaskuld ágætt. En eg var alt af að hugsa um Jim Rjuggles, Eg gat ekki komið honum burt úr huga minum. Eg vissi hvar hann var vanur að borða miðdegisbitann sinn; og svo laumaðist eg þangað og fann hann fyrir Drottin. Og nú held eg að eg þoli við í gegn um annan fund, með Guðs hjálp.” Hann er hár vexti, gráskeggjaður, bláeygur, grannvaxinn; gengur alt af í svörtum frakkafötum með hvitt hálsbindi, eins og siðvenjan skipar fyrir, og þó hefi eg aldrei séð kennimann jafn laiusan við gamlar venjur. Hann útskrifaðist úr Princeton prestaskólanum um það leyti, þegar Woodrow Wlilson gjörðist kennari þar; og hélt hann uppi kunnings'skap við styrjaldar-forsetann á meðan þeir lifðu báðir.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.