Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.07.1929, Blaðsíða 23
213 árangri, og nú álítur langstærsta deildin innan reformerúöu kirkjunn- ar þennan mikla mann leiötoga sinn og föður. Þetta var John Wesley. Ekkert gat veriö raunverulegra í fari þessa ágæta manns en náöarvefk drottins Jesú Krists og gjöf Heilags Anda. Annar ungur piltur á Englandi þráöi heitt og innilaga fyrirgefn- ingu syndanna og heilagt líferni fvrir guös ná'Ö. Hann fór í allar kirkjurnar í London og leitaði að þessu hnossi fyrir sálu sína, en hlotnaöist það ekki fyr en einn sunnudag þegar hann hlustaði á prest í lítilli kapellu. Hann lagði út af orðunum “horfðu og þái munt þú lifa.” Þessi ungi maður ihorfði, snortinn og hugfanginn, á Jesúi— á Jesú hangandi á blóðúgum krossinum—á Jesú líðanid'i, deyjandi, fórnandi og frelsandi. Við þessa andlegu sýn endurfæddist hann. Lífsstraumar frá Guði gagntóku hann. Upp frá þessu flutti hann daúðlegum og deyjandi mönnum boðskapinn um frelsara mannkyns- ins—og þann mikla lifgandi og lífgefandi kraft, sem hann hefir ætíð að bjóða. Hann prédikaði á sama blettinum i London alla sína æfi. Stööugt þurfti að byggja stærra og stærra hús til að' taka á móti á- heyrendum. Sagt er að tíu þúsundir hafi að jafnaði hlustað á hann á hverri helgi i möng ár. Hann varð sá mesti prédikari, sem enski heimurinn hefir eignast fyr eða síðar. Þetta var Charles H. Spurg- eon. Skáldmæltur unglingur af íslenzkum uppruna var, því miður, brotlegur á ýmsan hátt. Eins og öllum er kunnugt, varð aðal brotið honum til æfilangrar ógæfu. Seinni part æfinnar kvaldist hann af hryllilegum og ólæknandi sjúkdómi. 1 þrautum sínum varpaði hann sér niður við fætur krossins á Golgata. Þar fékk hann frið, fögnuð og andlegan styrk. Út frá þessari dýrðlegu reynslu komu Passíu- sálmarnir. Ódauðlegir munu þeir reynast vegna þess aö þar talar frelsuð mannssál, sem haföi reynt svo átakanlega það, sem hann orkti um svo fagurlega. Enginn lífs eða liðinn hefir skilið þvðingu kross- ins fyrir syndspilta og sjúka mannssál betur en Hallgrímur Péturs- son. Og hvaða sál er eklki/syndspilt og sjúk áður en hún lcemur til Jesú. Líka mætti benda á John Bunyan, Dwight L- Moody, Stanley Jones og marga fleiri. Allir þessir menn hafa reynt sjálfir sann- indin, sem þeir fluttu öðrum. Líf þeirra og starf hefir verið sterkur vitnisburður um guðs fórnandi og frelsandi kærleika i Jesú Kristi. Eklcert hefir verið raunverulegra í lifi þeirra en þessi helga reynsla í samfélaginu við guð. Enginn maður á öðrum sviðúm vísindánna hefir verið vissari í sinni sök en þeir. t því guðlega voru þeir allir og- eru hinir sönnustu vísindamenn. Kæru tilheyrendur ! Litum nú á málið frá öðru sjónarmiði. Tök- um alla reynslu mannkynsins í þessum efnum og látum hana í einn sameiginlegan sjóð. Auðvitað verður lang bezta innleggið biblían, kirkjusagan og Kristur trúarjátninganna. En vér skulum sanit í mestu! einlægni og drenglyndi leitast við að vera í íylsta máta sann-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.