Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1929, Síða 30

Sameiningin - 01.07.1929, Síða 30
220 skömmu seinna fór hann á samkomu, sem aö þessi deild hersins var aS halda—settist í aftasta bekkinn, hlustaöi á sönginn, vitnis'buröina, bænirnar og ræöuna. Á móti öllum ásetningi og fyrii'ætlunum gekk hann upp aö grátunum þegar syndurum var boðiö aö flýja í náöarfaöm guös. Hann andvarpaöi sáran: “Guö vertu mér syndugum líkn- samur.” Samkvæmt hans eigin vitnisburöi fanst honum aö einhver æðri kraftur heföi lyft sér upp í annan heim. Skært ljós ljómaði í kring um hann og hann vissi að ihann var alsæll. Hann var frá sér numinn, svo að hann gat ekki komið upp einu einasta orðí fyrst í stað. Þegar sæluvíman fór að réna og hann var staöinn upp frá grátunum, sá hann allstaðar opna arma í kringum sig. í fyrsta sinni á æfinni haföi hann orðið kærleikans aðnjótandi. “Angel adjutant” var honum sem sönn móðir og “Puncher” sem sannur faðir. Sáluhjálparherinn gjörir aldrei létt fyrir menn aö taka sinna- Skiftum. Það var i kærleika heimtað af þessum manni að hann gengi að eiga vændiskvendið, sem hann hafði toúið með. Hún var þá í fangelsi. En á lausnardegi hennar fór þessi maður ásamt “Angel adjutant” á fund þessarar aumingja manneskju og bar upp erindi sitt. Adjutantinn lagði til að hún færi fyrst á 'heimili, sem Herinn hafði stofnað til að líkna þess konar kvenfólki. En hún fyltist reiöi og vísaði þeim á dyr, með ókvæðisorðum og með mestu fyrirlitningu og bitrasta hatri. Þau komust fljótt að raun um ómöguleikann að gjöra nokkuð fyrir hana og höfðú sig á brott, en hún fylgdi þeirn eftir og hrópaði svo að margir heyrðu hvað þessi maður hefði verið, spýtti á hann og kallaði hann hinum viðbjóðslegustu ónöfnum. Hann svaraði ekki með einu einasta orði, heldur fór leiðar sinnar og leit hvorki til hægri né vinstri en náfölur var hann. En nú datt honum í hug önnur kona—móðir sín. Vissulega átti hann henni ekkert að þakka en mikið1 að gjalda. Samt fór hann að leita hennar. Hún fanst hálfdauð í ömurlegum ikofa, nærri hungur- morða. Þessa fráhrindandi manneskju vafði toann nú að sér, sagði lienni sögu sína og grátbað hana að koma til sama frelsarans og ganga honum á hönd. Það gjörði hún. Þegar Begbie skrifaði bókina áminstu tojuggu mæðginin sarnan á litlu snotru heimili í London. Þ'essi maður er nú hinn, bezti starfs- maður, fær almenningsorð fyrir stökustu ráðVendni og reglusemi, hefir aldrei smakkað vín síðan breytingin mikla varð. Nú er honum treyst í hvívetna og heimili þeirra mæðgina er eins og tojartur sól- skinsblettur. Það er yndi hans og ánægja að gleðja móður sína með óvæntum gjöfum, en hún býr til gómsætan og ljúffengan mat handá honum og tekur á móti honum þreyttum úr vinnunni á 'kvöldin ávalt með mestu ástúð. Kæru tilheyrendur! Þetta er engin ímynduð skáldsögu persóna. Þessi maður er vel þektur í sínu nágrenni. Allir vissu hvað hann var og allir vita hvað hann er nú. Sálarfræðin verður að útskýra þetta eða játa fáfræði sína og vanmátt. Heimifærum nú það, sem

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.