Sameiningin - 01.09.1931, Page 7
Dr. Stub byrjaÖi sitt langa starfsskeiÖ sem þjónandi prestur
í Minneapolis. Árið 1878 var hann kjörinn prófessor í guðfræði
við prestaskóla Norðmanna í St. Paul, og þjónaði því embætti
þar til 189Ó. Tók hann þá að sér prestsþjónustu í Decorah um
fjögra ára bil, en þá var hann skipaður forstöðumaður presta-
skólans í St, Paul og gegndi því embætti þar til 1917, en var jafn-
framt forseti í einni aðal-deild norsku kirkjunnar í Bandaríkj-
unum.
Öllum mönnum fremur var það dr. Stub að þakka, að árið
1917 sameinuðust kirkjufélögin norsku þrjú, er löngum höfðu
staðið á öndverðum meið, og stofnað var allsherjar félag lúteskra
Norðmanna í Vesturheimi, “Norska Kirkjan í Ameríku.” Var
þá dr. Stub sjálfkjörinn forseti. Lét hann þá af embætti við
prestaskólann. Forseti norsku kirkjunnar var hann þar til 1925.
Baðst hann þá lausnar fyrir aldurs sakir og var dr. J. A. Aasgaard
kosinn í hans stað.
Dr. Stub lét sér ant um samvinnu lúterskra kirkjufélaga og
vildi að samband væri milli þeirra, helzt um allan heim. En
andstæður var hann samsteypu lútersku kirkjudeildanna hér í
álfu þar sem trúmálastefnur voru ólíkar. Eftir að norsku kirkju-
félögin höfðu sameinast, lék dr. Stub mjög hugu.r á því, að allar
kirkjur hér í landi, þær er af norrænum stofni eru runnar —
norskar, sænskar, danskar, íslenzkar—gerðu bandalag með sér,
frjálst og allri yfirstjórn óháð. Hélt hann fundi með forsetum
þessara kirkjuflokka og öðrum leiðtogum. Var það upphaf þeirr-
ar hreyfingar, sem náði takmarki sínu 1930, þá stofnað var Banda-
lag það, er sig nefnir American Lutheran Conference og í gengu
Norðmenn, Svíar og Danir og ennfremur nokkur hluti lúterskra
Þjóðverja í mið-ríkjum Bandaríkjanna.
Þá átti og dr. Stub drjúgan þátt í undirbúningi alþjóða-
funda lúterskra manna og sat þá fundi. Á alþjóðafundinum í
Eisenach í Þýzkalandi 1923 var dr. Stub til þess kjörinn að flytja
prédikun við setningu fundarins og var hún prentuð á mörgum
tungumálum.
Dr. Stub var þríkvæntur. Lætur nú eftir sig ekkju og þrjá
syni. Synirnir eru dr. Jacob A. D. Stub, prestur við Central
kirkjuna miklu í Minneapolis, séra Hans A. Stub, prestur við
ImmanuelAúrk')u í Seattle, og hr. Ingolf Stub, lögfræðingur í
California.
Sökum lærdóms hans og atgerfis urðu áhrif dr. Stubs mikil,
en þó mest fyrir þá sök, hversu góður maður hann var og
hjartahreinn. —B. B. J.