Sameiningin - 01.09.1931, Page 10
264
Skapari náttúrunnar og faÖir mannanna hafði útbúið veröld-
ina með allsnægtir. Hann ætlaðist til, að mennirnir, synir sinir,
skiftu þeim bróðurlega milli sín. Staðhættir og aðrar ástæSur
ollu því, að nauðsynjar lífsins voru framleiddar að miklu leyti
sín á hverjum stað, og ætlast var til, að mennirnir hjálpuðust að
til að gera sér alla jörðina undirgefna. Þetta hafði það í för með
sér, að nauðsyn ber til þess, að menn skiftist á því, sem þeir
framleiða úr skauti náttúrunnar. Enginn hlutur ber fremur vott
um spillingu i manneðlinu en þaö, hve snemma fór að bera á
ójöfnuði í viðskiftunum. Framan af skiftust menn á hlutunum,
eða vörunum, sjálfum, og virtu hvern hlut til móts við annan.
En af því viðskiftin voru á þann hátt oft erfið og þunglamaleg
fundu menn það upp til hægðarauka, að koma sér saman um við-
skiftamiðla, eða peninga. Skildi hver peningur hafa gikli til inn-
kaupa miðað við verðmæti hlutanna, sem menn skiftust á. Átti
peningurinn aðeins að vera skírteini eða vottorð þess, að hand-
hafinn ætti og hefði lagt fram í munum eða vinnu það, sem svar-
aði til gildi peningsins. Mátti þetta framfaraspor telja í viðskifta-
lífi mannanna. En von bráðar fór að bera á því, að sumir menn
hefðu komist upp á, að ná peningunum í sínar hendur, án tilverkn-
aðar. Ágerðist það ár frá ári, unz það varð sem ný íþrótt, eða
atvinna, að henda peningana á lofti, þar sem þeir gengu milli
seljenda og kaupenda náttúrulegra lifsnauðsynja. ' Urðu sumir
menn listfengnir í þvi að ná peningunum á lofti, eins og þeir er
knöttinn grípa á lofti á flugferð hans milli hafna í knattleik, og til
þess lærðust mönnum margskonar brellur og sjónhverfingar. Fór
svo, og er nú svo komið, að tiltölulega fáir menn einir hafa náð
í sínar hendur mestum hluta peninganna í allri veröldinni. Þjóð-
irnar hafa verið rændar viðskifta-ihiðlinum; aflið vantar þvi til
verklegra framkvæmda; annarsvegar eru hrúgur matvæla og lífs-
anuðsynja, sem í sumum stöðum er nú farið að sökkva í sjó og
brenna á báli, en hinsvegar eru skarar hungraðra, klæðlausra,
skýlislausra manna, kvenna og barna; mannkyniS svo krept í
bóndabeygju, að það getur hvorki selt né keypt, því kaupeyri er
innilokaður í öryggisskápum peningakónganna. Hjá þeim verða
nú allar þjóðir að éta úr hnefa, svo að j<ifnvel voldugasta þjóð
veraldarinnar liefir undanfarna daga skolfið á beinunum, unz
fjárhaldsmenn heimsins í New York og París opnuðu skápa
sina og lánuðu henni nokkur þau miljóna hundruð, sem þeir hafa
í varðveizlu sinni. Má því segja, að svo sé komið, að fáeinir
auðmenn á höfuðbólum auðæfanna, hafi nú þjóðir heims á sínu
valdi og ráði örlögum mannkynsins.
Þriðja ræningjann höfum vér og komið auga á, þann, er