Sameiningin - 01.09.1931, Side 16
270
Arangur erfiðisins
Oft hættir manni viÖ að örvænta um árangur erfiÖis síns.
ÞaÖ má og vera, að vér sjálfir fáum aldrei að sjá árangur erfiðis
vors; og þá hættir oss við að fyllast þunglyndi og amasemi. En
]?ótt vér sjáum lítinn árangur og fyllumst harmi út af því, þá er
engan veginn sagt að árangurinn sé enginn. Ef til vill er árang-
ur erfiðisins geymdur síðari dögum; ef til vill verða aðrir menn
hans aðnjótandi, eftir að vér erum dauðir, og höfum vér þá
sannarlega ekki til einskis lifað. Ef til vill er oss sjálfum geymd-
ur árangur stundar-erfiðisins hér, þar til í öðru lifi, og er það
unaðsrík tilhugsun.
Það var heilsusamlegt orð, sem postulinn ritaði safnaðar-
fólkinu í Korinþuborg: “Þess vegna, mínir elskulegu bræður,
verið fastir, óbifanlegir, sí-auðugir i verki Drottins, vitandi að
erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drotni.”
Arér fengjum miklu oftar að sjá árangur erfiðis vors, ef vér
hefðum augu og hjörtu opin fyrir honum.
Nokkur dœmi.
Það var einu sinni prestur. Hann var orðinn roskinn mað-
ur. Það fór að sækja á hann þunglyndi. Honum fanst alt erfiði
sitt, öll viðleitni sin—alt hafa verið árangurslaust. í þessu hugar-
ástandi var hann oft, þá hann bað til Drottins. Eitt kveld fékk
hann boð að koma þegar upp í spítalann; þar væri deyjandi maður,
sem vildi ná tali af honum. Hann fór og fann aðframkominn
mann. Hann þekti hann, ]?ó nú hefði hann lengi ekki séð hann.
Hann hafði fyrir mörgum árum búið hann undir fermingu. Nú
langaði manninn til þess að halda um hönd síns gamla fenningar-
föðurs og lesa með honum gömlu bænirnar, þar sem dauðinn stóð
nú við rúmstokkinn. Þegar presturinn kom heim til sín, féll harin
á kné og bað Guð að fyrirgefa sér. Erfiði hans í Drotni hafði
ekki verið árangurslaust. Einum manni varð það léttara, að
deyja, vegna þess að hann hafði lifað og gert sitt bezta.
Það var einu sinni gömul kona. Hún var einstæðingur og
ekkja. Börnin hennar bæði voru gift, flutt burt og orðin rík.
Gamla konan bjó ein í forna húsinu. Henni fanst að jafnvel
börnin hefðu gleymt sér, þó þau vildu vera henni góð og sendu
henni oft gjafir. Htenni var farið að finnast, að raunar hefði
hún til einskis lifað, alt sitt fyrra erfiði hefði veriö árangurslaust,
og hún varð amalynd, gamla konan. Svo var það einn dag, að