Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1931, Qupperneq 19

Sameiningin - 01.09.1931, Qupperneq 19
273 hreyfinguna, frá mannúÖarstarfi hans í þaríir íbúanna í Tokyo- borg og alls keisaradæmisins, frá trúboðsstarfi hans og vakn- ingafundunum stórkostlegu, frá hinum víðlesnu bókum hans og ritum, og nú síÖast frá “GuSsríkis-hreyfingunni” (The King- dom of God Movement), sem hann hefir hrundiÖ á stað. Sálu sina hefir Kagawa lagt í sumar bækur sínar; úr þeim umbúÖum mætti taka hana, setja á kvikmynda-tjöld og gera úr henni “hríf- andi” myndir. En ekki verður lífs-æfintýri hans metið rétt, nema svo að tekinn sé til greina boðskapur sá, er hann hefir að flytja heim- inum. Þó er í boðskap þeim, þegar að er gáð, ekkert nýmæli að finna. Þrátt fyrir hina feykilegu þekkingu Ivagawa á mann- félags-málum, þjóöfræði og stjórnmálum allra þjóða, þá er ekk- ert er það í trúarboðskap hans, sem ekki hefir verið í fagnaðarboS- skapnum kristilega allt frá þeim degi, að krossinn var upp reist- ur á Golgata. Hjartablað boðskaparins hjá Kagawa er krossinn, fagnaðarerindið um þann Guð, sem með sársauka sínum endur- leysir allan heiminn. Þegar komist er á þessa leið að orði um Kagawa, þá finst manni að maður ætti ]?ó að biöja afsökunar á því. “Krossinn er þungamiðja kenningar hans,” segjum vér. En hvílíkt andlaust orðagjálfur sú setning nú er orðin alment! Hvar sem mentunar- snauður guðspjalla-snakkur masar í prédikunarstól eða fjarg- viðrast á vakninga-fumli um “blóð lambsins” og “hjálpræðis- höndlun,” þá er um hann sagt: “Krossinn er þungamiðja kenn- ingar hans.” Eyrir löngu eru þau orð fallin úr gildi; nú vekja þau oftast óhug hjá þeim, sem heyra þau. En er um Kagawa ræðir, standa þau orð í fullu gildi. Krossinn er þungamiðja allrar kenningar hans. Hann breytir í öllu á þá leið, að það verður augljóst, að krossburðurinn er honum lifið sjálft, og í kenningu sinni krefst hann þess, að krossburðurinn verði aðalþáttur í hversdagslífi allra kristinna manna, hvort sem það eru prestar eða leikmenn. Spámaður þessi, sem risið hefir upp úr skuggahverfunum í Kobe, hefir kom- ið auga á það, að kristindómurinn er sem hljómandi málmur eða hvellandi bjalla, þar til hann verður í hversdagslegu lífi að fórnargjörð í þarfir aumstaddra. Sáluhjálpar skilyrðið, að dómi Kagawa er þaö eitt, að glata lifi sinu, til þess að maður fái fundið það aftur í endurbættu lífi annars manns. Það Guðs- ríki, sem Kagawa boðar, er ríki, þar sem enginn situr á háhesti annars, en allir “bera hver annars byrðar, og uppfylla þannig lög- mál Krists.” Þetta eru þau guðspjöll, sem því valda, að Toyohiko Kagawa

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.