Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1931, Side 12

Sameiningin - 01.12.1931, Side 12
3Ó2 menn lúta þjóöhöfðingjum. Með voldugri sveiflu beygði það sig til jarðar, svo djúpt, að laufkrónan mikla, með titrandi blöðunum, straukst eftir eyðimerkur-sandinum. Barnið virtist hvorki óttaslegið né undrandi; það kom með fagnaðarhrópi og tíndi hvern döðlu-klasann á fætur öðrum úr krónu gamla pálmatrésins. Þegar barnið hafði tínt nægju sína og tréð lá eftir sem áður kyrt á jörðinni, gekk barnið aftur upp að því, klappaði því og mælti i undur blíðum rómi: “Pálmi, rís þú ! Pálmi, rís þú !” Og hávaxið tréð reis hægt og hátíðlega á grannvöxnum stofn- inum við undirspil frá laufum þess sem hörpur væru. “Nú veit eg hverjum þau leika feigðar-sönginn,” mælti gamla pálmatréð við sjálft sig, er það stóð upprétt á ný. “Hvorugum vegfarendanna hljómar söngurinn sá.” En maðurinn og konan krupu á knjám og lofuðu Drottin: “Þú hefir séð angist okkar og létt hana. Þú ert hinn máttugi, sem beygir stofn pálmans eins og reyrstrá Hlvern óvina okkar ættum við að hræðast fyrst jnáttur þinn heldur hlífiskíldi yfir okkur ?” Næsta sinn, er kaupmannalest fór um eyðimörkina, sáu ferða- mennirnir, að laufkróna pálmans mikla var visnuð. “Hvernig er þessu farið?” mælti einn ferðamanna. “Pálma- tré þetta átti ekki að deyja fyr en það hafði augum litið konung, sem meiri væri en Salomó.” “Verið getur, að það hafi einnig séð hann,” svaraði annar eyðimerkurfaranna. Eftir I. Magnús Bjarnason. I. ALHAMAR OG ENGILUNN (Gert upp úr garnalli þjóðsögn) Það var eina nótt, að Alhamar hinn mikilláti Mára-konungur lá vakandi í sæng sinni í Alhambra-höllinni fögru i Granada á Spáni , Hann var nú oröinn gamall og lasburða, og hafði eytt

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.